Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email
Flýtilyklar
Snjóflóðanámskeið fyrir byrjendur
Markmið námskeiðsins er að efla vitund og þekkingu þátttakenda til að ferðast af auknu öryggi um fjalllendi að vetrarlagi. Meðal annars er farið yfir skipulagningu og framkvæmd fjallaskíðaferða með áherslu á leiðarval, áhættumat, ákvörðunartöku og félagabjörgun. Í lok námskeiðsins munu þátttakendur m.a hafa lært að bera kennsl á snjóflóðalandslag, þekkja mismunandi gerðir flóða, skipuleggja og endurmeta leiðarval eftir aðstæðum, framkvæma stöðugleikapróf, bera kennsla á mismunandi snjóalög og öðlast skilning á að meta aðstæður ásamt því að geta framkvæmt félagabjörgun.
Lágmarksfjöldi þátttakenda 6
Um kennsluna sjá faglærðir íslenskir skíðaleiðsögumenn með alþjóðleg skíðaleiðsöguréttindi og áratuga reynslu í fjalla og skíðaleiðsögn.
Lágmarkskröfur:
Þátttakendur ættu að vera sjálfbjarga á skíðum eða bretti. Við munum eyða hluta námskeiðsins utandyra og á fjöllum og þá er nauðsynlegt að hafa fjallaskíði eða split-board og skinn. Við getum ekki tekið við þátttakendum á snjóþrúgum.
Dagsetningar 2021:
- 15 janúar - 17 janúar (fullt)
- 22 janúar - 24 janúar (fullt)
- 5 mars - 7 márs (fullt)
- Aðrar dagsetningar í boði fyrir hópa 6 manns eða fleiri, sendið okkur línu á info@bergmenn.com
Dagskrá:
Námskeiðið hefst á föstudagskvöldi. Innifalið í námskeiðsgjaldi er gisting í 2 nætur, morgunmatur, nestispakki og kvöldmatur á laugardegi ásamt morgunmat og nestispakka á sunnudegi.
Hluti hvers dags mun fara í fyrirlestra og umræður en hluta dagsins verður varið utandyra. Það er nauðsynlegt að þátttakendur fari vel yfir búnaðarlistann og hafi samband ef einhverjar spurningar vakna.
Föstudagur:
- 21:00 Móttaka á Klængshóli eða Karlsá
- Kynningar
- Búnaður yfirfarinn
Laugardagur
- 08:00 Snjóalög
- Björgunarbúnaður
- Björgunaræfing
- Ákvörðunartaka
- Ferðafræði
- Landslagsmat
- Athuganir á vettvangi
- Snjóathugunaraðferðir
- Mannlegt eðli og hóphegðun
- Skipulagning ferða
Sunnudagur
- Út á skíði
- Mat á aðstæðum
- Leiðarval
- Öruggar ferðavenjur
Búnaður:
Hjá Bergmönnum erum við með töluvert úrval af skíða- og snjóflóðabúnaði til leigu. Vinsamlegast skoðið leigubúnaðarlistann fyrir neðan og hafið samband ef spurningar vakna.
Skíða/bretta búnaður:
- Skór – Fjallaskíðaskór, Telemark skór eða þægilegir snjóbrettaskór.
- Skíði eða Splitboard –
- Skíðastafir – Við mælum með stillanlegum stöfum. Þeir sem velja að mæta með snjóbretti ættu helst að hafa stafi sem hægt er að stytta vel eða koma í 3 pörtum.
- Skíðastrappi – Notaður til að festa skíðin á poka.
- Skinn – Skinnin ættu að vera sniðin að skíðunum. Ef skinnin eru of grönn virka þau ekki sem skildi. Það ættu eingöngu að vera nokkrir mm í mesta lagi frá skinni út að kanti báðum megin í mittinu á skíðinu.
- Hjálmur – Ekki skylda. Ef þið eruð vön að skíða með hjálm þá mælum við með að þið takið hann. Passið að hægt sé að festa hjálminn vel á bakpokann á uppleið án þess að hann sveiflist.
- Snjóflóðaýlir – Verður að vera stafrænn (digital) ýlir með 3 loftnetum.
- Skófla – Samanbrjótanleg skófla sem passar í bakpokann.
- Snjóflóðastöng – Verður að vera samanbrjótanleg, a.m.k. 240cm löng. Skíðastafir sem hægt er að breyta í snjóflóðastöng er ekki nóg.
Fatnaður:
- Sokkar – Ull eða geriefni. Forðist bómull
- Soft Shell buxur – Passið að skálmar fari yfir skíðaskóna
- Síðerma föðurland – Ull eða gerviefni.
- Síðerma millilag – Ull eða gerviefni
- Primaloft jakki eða ullarpeysa
- Vatnsheldur Jakki – Gore-Tex eða álíka með hettu.
- Vatnsheldar buxur
- Hanskar – Tvö pör. Hlýir og vatnsþolnir hanskar eða vettlingar og eitt þynnra par fyrir uppgöngu.
- Húfa – Flís eða ull.
Annar búnaður:
- Bakpoki – 30-40L pokar henta best.
- Höfuðljós
- Vatnsflaska og hitabrúsi
- Sólarvörn og varasalvi – SPF 30 eða meira
- Sólgleraugu
- Skíðagleraugu
- Skyndihjálpartaska lítil – Leiðsögumenn eru með sjúkrabúnað, þið þurfið eingöngu að mæta með blöðru- og plástrasett ásamt ykkar persónulegu lyfjum.
- Myndavél
- Vasahnífur eða Leatherman
Leigubúnaður:
- Skófla – Pieps Tour
- Snjóflóðaýlir – Pieps DSP
- Snjóflóðastöng
- Fjallaskíði – Við eigum flestar stærðir og margar gerðir af Völkl skíðum, vinsamlegast hafið samband áður en námskeið hefst til að taka frá skíði.
- Skinn – Eigum margar stærðir og breiddir en það er nauðsynlegt að hafa samband áður til að passa að rétt stærð sé til.
- Fjallaskíðaskór – Við erum með Scarpa fjallaskíðaskó til leigu en mælum enn og aftur með því að þið mætið með skó sem þið hafið góða reynslu af og passa vel.
- Skíðastafir – Við erum með stillanlega skíðastafi til leigu.