Éljagangur 2013

Bergmenn og Arctic Heli Skiing verša meš fjallaskķšakynningu og žyrluskķšun į Éljagangi.

Éljagangur 2013

Þyrluskíðun

Bergmenn bjóða sjötta árið í röð uppá skipulagðar þyrluskíðaferðir á Tröllaskaganum undir nafninu Arctic Heli Skiing. Skíðasvæðið sem opnast með aðstoð þyrlunnar er gríðarlega umfangsmikið eða tæpir 4000 ferkílómetrar beggja vegna Eyjafjarðar. Þar finnast allar tegundir skíðabrekkna, allt frá bröttustu giljum til víðáttumikilla hvilftarjökla. Þetta þýðir að allt skíðafólk finnur eitthvað við sitt hæfi

Í boði eru dagsferðir ásamt fjögurra og sex daga ferðum með gistingu og mat. 

Allar ferðir Bergmanna/Arctic Heli Skiing eru farnar með leiðsögumönnum sem eru faglærðir og hafa gengið í gegnum gríðarlega strangt þjálfunarferli og eru sérfræðingar í t.d snjóflóðafræðum, fyrstu hjálp og öryggismálum.

Yfirleitt er boðið upp á ferðir upp úr miðjum mars en í tilefni Éljagangs 2013 verður boðið upp á prufur í þyrluskíðamennsku og útsýnisflug dagana 16 og 17. febrúar. Nánari upplýsingar varðandi tímasetningar, verð og lengd ferða fást hjá fyrirtækinu.


Fjallaskíðakynning

Um er að ræða tvö 5 – 6 klst fjallaskíðakynningar þar sem þátttakendum gefst kostur á að prófa þetta stór skemmtilega sport undir handleiðslu fagmanna. Kynningarnar eru að öllu leiti verklegar, þar sem farið er yfir alla grunn þætti fjallaskíðamennsku svo sem, útbúnað, leiðarval, mat á snjóflóðahættu, snjóflóðaleit og skíðatækni ásamt því sem að skíðaðar verða stór skemmtilegar brekkur.

Kynningarnar eru opin öllum sem telja sig þokkalega skíðamenn/konur og allur útbúnaður fæst leigður fyrir þá sem ekki eiga.
Mæting er í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli kl. 09.00 þar sem þátttakendur fá afhentan búnað og námskeiðið hefst.

Umsjón: Jökull Bergmann UIAGM/IFMG Fjallaleiðsögumaður
Verð: (kr – kemur síðar) á mann fyrir utan útbúnaðarleigu

Skráningarfrestur 12.febrúar
Skráning og allar frekari upplýsingar í síma 698 9870, á www.bergmenn.com eða info@bergmenn.com
Ath. Takmarkaður fjöldi á hvora kynningu


Bergmenn Mountain Guides

Box 88 - 620 Dalvķk
ICELAND
Sķmi 858 3000
info@bergmenn.com 

Subscribe to our newsletter

Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email

Follow us on ...