Fjallapóstur frį Jökli Bergmann

Heilir og sęlir kęru vinir, feršafélagar og samstarfsfólk Žį er komiš aš žvķ aš vertķšin fer af staš og ekki seinna en vęnna aš senda ykkur lķnu og lįta

Fjallapóstur frį Jökli Bergmann

Ķsklifur į Austurlandi
Ķsklifur į Austurlandi
Heilir og sælir kæru vinir, ferðafélagar og samstarfsfólk

Þá er komið að því að vertíðin fer af stað og ekki seinna en vænna að senda ykkur línu og láta aðeins vita af þeim fjölmörgu góðu hlutum sem gerst hafa í vetur og stefnt er að með hækkandi sól. Veturinn hefur verið misviðrasamur svo ekki sé meira sagt, en það er nú víst alltaf svo og ekki furða að maður byrji ekki almennilega að fara á fjöll fyrr en akkúrat um þetta leitið. Það eru þó mikil gleði tíðindi að t.d Bláfjöllin hafa náð fleiri opnunardögum en taldir verða á fingrum annarar og í byrjun janúar gaf jú feikivel til ísklifurs um land allt.


Baðhús,spa,klængshóll,bergemnn,arctic heli skiingBaðhúsið ógurlega eða ''Klængshóll Spa'' eins og gárungarnir í sveitinni nefna það, er nú á loka stigi og bara nokkrar vikur í það að gestir á Klængshóli geti þvegið sér hátt og lágt, farið í heitan pott, sauna eða nuddherbergið og að sjálfsögðu er bar í kofanum. Þetta stórmagnaða hús sem teiknað er af góðvinkonu okkar henni Söru Axelsdóttur er í raun endursköpun á gamla fjósinu á Klængshóli, þar sem fornar hleðslurnar ramma inn nýtt hús sem þó lítur nú þegar út fyrir að hafa verið þarna frá örófi alda. Er ekki einhver með gott nafn í huga ? Eða verður þetta bara kallað Fjós Spa Klængshóll ? Þótt bróðurpartur vetrar hafi farið í að halda á hamri en ekki ísexi, þá var nú tekið vel á því í janúar þegar áragamall ísklifur ferðadraumur varð að veruleika. Magnaður hópur félaga hélt austur á land í leit að nýjum og óklifnum leiðum og svona í stuttu máli sagt  þá var framboð mun meira en ráðið var við, þótt margar magnaðar leiðir hafi fallið í valinn.

ísklifur,jökull bergmann,bergmenn,guðmundur tómasson
Þessi ferð var einnig nýtt til að rannsaka aðstæður til fjallaskíðunnar og eins og flestir geta ýmindað sér sem komið hafa austur á firði þá er af nægu að taka í þeirri deildinni. Hin árlega ''Exploration'' fjallskíðaferð Bergmanna verður því farinn austur á firði nú í lok mars, þar sem Austfirsku Alparnir verða teknir almennilega út og bætast svo við í fjölbreytta flóru fjallaskíðaferða Bergmanna á næsta ári. Þeir sem vilja komast í alvöru fjallaskíða ævintýri geta skoðað túrinn hér og svo náttúrlega bara skráð sig til leiks, en hér er um stórmagnaða ferð á sannkölluðu explorasjón verði að ræða....Fleiri magnaðir ''dílar'' verða í gangi í vor, t.d á Facebook síðu Arctic Heli Skiing þar sem við munum draga út heppinn áhanganda þegar við náum 8000 stykkjum. Skráið ykkur einnig á fésið hjá Bergmönnum en þar er alltaf eitthvað spennandi að gerast. Vorið 2011 verður klárlega barmafullt af ferðum af öllum stærðum og gerðum, Jökulfirðirnireru nú þegar nánast uppseldir og aðeins örfáar dagsetningar í boði á Tröllaskaganum þannig að ef ykkur langar að kíkja, þá hafið samband hið fyrsta.Heitustu fréttirnar um þessar mundir eru þó án efa þær að stærsta og flottasta fyrirtækið í skíða kvikmynda bransanum,Teton Gravity Research eru hjá okkur í tvær vikur með fulltingi margra góðra aðila að taka upp efni fyrir sína næstu stórmynd, sem kemur í kvikmyndahús vestanhafs í haust. Þarna eru á ferð nokkrar helstu sleggjurnar í ''freestyle og Extreme'' skíða bransanum og ástæðan fyrir komu þeirra sú að þeir sáu Arctic Heli Skiing myndbandið á Youtube og barasta urðu að koma og prófa töfra Tröllaskagans og Huldulands. Fyrir þá sem ekki þekkja til TGR að þá væri hægt að líkja þessu við það, ef George Lucas hefði séð Rokland, heillast uppúr skónum og bara mætt með allt sitt hafurtask til að festa Sauðárkrók á filmu......jepps þetta er stór og gríðarleg landkynning og af allt öðrum toga en það sem hefur verið í gangi hingað til. Þegar strákarnir í TGR eru farnir á vit nýrra ævintýra tekur við fjallaskíða og þyrluskíða vertíðin á Tröllaskaganum og enn eru nokkrar dagsetningar lausar í bæði lengri ferðirnar sem og dagsferðirnar sem notið hafa mikilla vinsælda hjá landanum undanfarin ár. Ég vara við því að skoða myndbandið okkar því þá er nokkuð ljóst að þið verðið bara að koma og prófa....
Fyrir þá sem ekki ætla að mæta á skíðin en hyggja á fjallaferðir á tveimur jafnfljótum,þá minni ég á allar  spennandi fjallgöngurnar sem Jöklamenn eða Glacier Guides bjóða uppá í Öræfasveitinni nú á vormánuðum en þar er að sjálfsögðu Hvannadalshnúkur vinsælasta viðfangsefnið en þeir sem eru þegar búnir með Hnúkinn þurfa ekki að örvænta því af nægum tindum er að taka á þessu magnaða svæði.

Fyrir alla sem áhugasamir eru um fjallaskíðaferðir en hafa ekki þorað að veðsetja húsið til að fjárfesta í græjum, langar mig að benda á að Bergmenn eru nú komnir með nægilegt magn Fjallaskíðabúnaðar fyrir stærstu hópa til leigu og eru það nýjustu og allra flottustu græjurnar frá Black Diamond, Scarpa og Fjallakofanum, en þessi frábæru fyrirtæki eru gallharðir bakhjarlar Bergmanna á öllum sviðum.

Handan við hornið er svo náttúrlega Alpaprógramið okkar með Mont Blanc og Matterhorn í broddi fylkingar, en fyrir þá sem vilja koma í sannkallaða afmælisferð þá eru nú í sumar heil 100 ár síðan fjalla naglinn hann Þórður Guðjohnsen kleif Matterhorn fyrstur Íslendinga.

Það er semsé af nægu að taka eins og fyrri daginn hjá okkur og ekki annað að gera fyrir þig en að reima á þig skóna og kíkja á fjöll :-)

Fjalla kveðjur af Tröllaskaganum

Bergmenn Mountain Guides

Box 88 - 620 Dalvķk
ICELAND
Sķmi 858 3000
info@bergmenn.com 

Subscribe to our newsletter

Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email

Follow us on ...