Nżįrskvešja frį Jökli Bergmann

Kęru vinir, feršafélagar, starfsmenn og allt gott fjallafólk Meš žessum litla nżįrspósti langar mig til aš žakka ykkur kęrlega fyrir stórmagnaš 2010 og

Nżįrskvešja frį Jökli Bergmann

Frį Fjöru til fjalla
Frį Fjöru til fjalla
Kæru vinir, ferðafélagar, starfsmenn og allt gott fjallafólk

Með þessum litla nýárspósti langar mig til að þakka ykkur kærlega fyrir stórmagnað 2010 og óska ykkur gríðarlegrar gæfu og alls hins besta á nýju ári. Eins og hefð er orðin fyrir að þá læt ég hér fljóta með smá annál frá árinu sem var að líða, en eins og ávallt  þá verður hér aðeins stiklað á stóru, því fjöldi frábærra ferða og minninga frá árinu 2010 er þvílíkur að ''inboxið'' ykkar fengi væntanlega meltingar truflanir ef öll romsan kæmi í einum pósti ;-) Svo flýtur að sjálfsögðu með, smá yfirlit yfir öll þau ævintýri sem framundan eru, en þar er sömu sögu að segja, einfaldlega ''of'' mikið af fáránlega spennandi ferðum, sama hvort það er á skíðum, tveimur, eða fjórum misfljótum.
Fjallaskíðaferðir,fjallaskíði,bergmenn,fjallaleiðsögumenn,skíðaferðir,tröllaskagi,telemarkÁrið 2010 byrjaði með miklu offorsi í ísklifrinu, þar sem félagi okkar, ofur klifrarinn Chris Geisler kom í heimsókn og kleif fjölda nýrra leiða og lét ljós sitt skína í Ólafsfjarðarmúla. Eftir góða ístíð í byrjun árs tók svo við okkar uppáhalds iðja, þ.e fjallaskíðin og var þar af nægu að taka því veturinn var góður með nægum snjó og miklu púðri fyrri partinn. En það var náttúrlega ferðahugur í fólki og stefnan var tekin á Alpana í mars þar sem eld hress hópur íslendinga barðist við erfið skilyrði í gegnum hina stórkostlegu Berner Oberland fjallaskíða ''traversu'' Einnig fóru leiðsögumenn Bergmanna hina frægu ''Haute Route'' leið ásamt fjölda annara ferða í Ölpunum síðastliðin vetur. En alparnir voru nú bara byrjunin á stærstu skíðavertíð Bergmanna til þessa, því aldrei hefur verið meiri aðsókn í fjallaskíða og þyrluskíðaferðir eins og árið 2010. Vertíðin á Tröllaskaganum fór þó ekki varhluta af  eldgosinu í Eyjafjallajökli en þótt ekki hafi fallið svo mikið sem öskukorn á Tröllaskaganum þá urðu þó töluverðar búsifjar sökum samgöngu erfiðleika þar sem nokkrir hópar festust á Fróni en aðrir í útlöndum.

Arctic HEli Skiing,Iceland,Matthias Giraud,Grant Gunderson,Heliski,heli-skiing,helicopterskiÞað besta við þetta eldgos var þó tímabilið sem flogið var beint á Akureyri en til gamans má geta að stór hópur Skota flaug beint Glasgow-Akureyri-Glasgow en hefðu annars þurft að fara mun lengri leið til að komast á skíðin. Einar stærstu fréttir ársins hjá okkur, urðu til á sama tíma og Eyjafjallajökull lét sem ófriðlegast, en þá fengum við í heimsókn atvinnu skíða og kvikmyndatökumenn sem voru hjá okkur í 10 daga við framleiðslu á kynningar myndbandi fyrir Arctic Heli Skiing. Ef þið hafið ekki nú þegar séð útkomuna, þá endilega smelllið hér og njótið, en við erum gríðarlega ánægðir með þessa frábæru mynd, sem sýnir Tröllaskagann og okkar frábæra ævintýri í hárréttu ljósi. Vorið 2010 lögðum við mjög mikla áherslu á það að ná góðu og lýsandi myndefni af þyrlu og fjallaskíðaferðunum enda Bergmenn og Arctic Heli Skiing orðin vel þekkt fyrir flottasta fjallamyndefni sem til er á landinu, enda staðreyndin sú að góð mynd segir meira en þúsund orð. Þannig að ef þið viljið sjá fleiri miljón rosaleg ''orð'' þá smellið á þennann hlekk á flottustu myndir 2010


Arctic Heli Skiing,Bergmenn,Grant Gunderson,Jökull BergmannEn það voru ekki bara okkar klassísku fjallaskíðaferðir á Tröllaskagaog í Jökulfjörðum sem farnar voru þetta árið og að vanda fóru Bergmenn sinn árlega ''óvissu leiðangur'' ásamt hörðum hópi Akureyringa. Stefnan var sett á áður óskíðaðar lendur Huldulands, en það köllum við skagann milli Eyjafjarðar of Skjálfanda. Vopnaðir landkortum, myndavélum og landkönnunar skapinu, héldum við á tvímastra eikar skonnortu í einn besta fjallaskíðatúr síðari tíma, sem nú er kominn í sölu hjá okkur og heitir að sjálfsögðu frá Fjöru til Fjalla, kíkið á myndirnar. Það var svo ekki fyrr en um miðjan júní að skíðin voru sett í geymslu og þá var haldið beina sjóleið í Alpana, en þetta árið lagðist öll fjölskyldan í vinnuútlegð til Sviss, þar sem dvalið var í góðu yfirlæti og allir helstu tindar Alpanna klifnir hægri vinstri ásamt fábærum hópum tind hungraðra Íslendinga. Haustið fór svo að mestu í áframhaldandi uppbyggingu inviða okkar hér á Tröllaskaganum en árið 2010 var viðburðaríkt í þeim efnum og ber þar helst að nefna uppsetningu VHF fjarskiptakerfis, opnun fjallaskíðaleigu, miklar endurbætur á Klængshóli og svo byggingu baðhússins ógurlega sem hýsir sauna, sturtur , potta og nuddherbergi svo eitthvað sé nefnt.

Jökull Bergmann,Bergmenn,fjallaleiðsögumenn,www.bergmenn.com
En nú er komið nýtt og hrikalega spennandi ár þar sem ekkert verður gefið eftir í leitinni eilífu að besta púðrinu, brattasta ísnum eða flottasta klettinum og munu Bergmenn að sjálfsögðu fara fremstir í flokki í þeim leiðangri. Veturinn verður uppfullur af sínum föstu liðum eins og fjallaskíða og þyrluskíðaferðum á Tröllaskaganum og í Ölpunum, og fer hver að verða síðastur að bóka dagsetningar, því þessir furðulega seinu Páskar 2011 hafa aldeilis haft góð áhrif á ferðahug landsmanna. Skútuskíðaferðir í Jökulfirði og Hulduland verða einnig fyrirferðarmiklar og þeir sem hafa hug á því að eiga við Hnúkinn eða önnur fjöll í Öræfum ættu ekki að hika við að hafa samband því heill her leiðsögumanna verður til taks í Skaftafelli í allt vor og sumar á vegum Jöklamanna. Að sjálfsögðu verður svo hörku Alpa vertíð í boði sumarið 2011 og þar er einnig að verða þétt bókað og þeir sem hug hafa á að glíma við Mont Blanc, Matterhorn, Eiger eða einhvern hinna fjölmörgu alpatinda ættu að hafa samband hið fyrsta.

Ef þetta var svo ekki nægilegt framboð ferða að þá er gaman frá því að segja að á þessu ári byrjum við einnig með fjallaskíðaferðir til Japans, Tyrklands, Kanada, og Krítar af öllum stöðum.....ásamt leiðöngrum á hæstu tinda heims, þannig að fylgist spennt með. Besta leiðin til að vera með puttann á púlsinuum er að fylgjast með okkur á ''Fésum''  Bergmanna og Arctic Heli Skiing nú eða bara að bjalla í okkur eða senda línu og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þér á fjöll.

Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem komu í ferðir með okkur á árinu sem er að líða, hjartanlega fyrir frábæra daga á fjöllum og fyrir það að gera okkur kleyft að starfa við það sem að við höfum ástríðu fyrir, megi þessir dagar bara verða fleiri á þessu nýja ári.

Fjallakveðja af Tröllaskaganum
Bergmenn Mountain Guides

Box 88 - 620 Dalvķk
ICELAND
Sķmi 858 3000
info@bergmenn.com 

Subscribe to our newsletter

Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email

Follow us on ...