Pśšur ķ Japan

Jökull Bergmann er nśna meš fjallaskķšahópa ķ Japan aš skķša pśšur eins og enginn sé morgundagurinn.

Pśšur ķ Japan

Pśšurdagur į Hokkaido
Pśšurdagur į Hokkaido


Japan er almennt ekki þekkt sem draumaland skíðamannsins en Hokkaido eyja er lítt þekkt púður perla í austri.  

Eyjan er næst stærst af Japanseyjunum 47 og liggur nyrst af þeim.  Þessi norðlæga staðsetning eyjunnar staðsetur hana inn í stöðugu veðrakerfi sem kemur með kalt loft frá Síberíu yfir Japanshaf þar sem kalda loftið þéttist og veldur gríðarlegri snjókomu á eyjunni. Snjórinn kemur niður sem ótrúlega létt púður og eru svæði á Hokkaido þar sem árleg snjókoma mælist 14-18 metrar.

Þetta er annað árið í röð sem Bergmenn bjóða upp á ferðir til Hokkaido og hafa þær vægast sagt vakið mikla lukku.  Það er fátt sem gleður skíðamann á feitum skíðum eins mikið og mittisdjúpt púður. Á Hokkaido er púður málið, hver dagur er púðurdagur þar sem skíðamenn hverfa í laufléttu púðurskýi og koma niður til að baða sig í heitum laugum og njóta frábærrar matargerðar.


Bergmenn Mountain Guides

Box 88 - 620 Dalvķk
ICELAND
Sķmi 858 3000
info@bergmenn.com 

Subscribe to our newsletter

Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email

Follow us on ...