Bergmenn. Alpaferšir

Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email

Alpaferšir

Jökull Bergmann er stoltur að geta boðið löndum sínum leiðsögn á hátinda Alpana. Jökull er eini Íslendingurinn sem hefur réttindi til að leiðseigja fólki um Evrópsku Alpana þar sem að hann er eini alþjóðlega faglærði fjallaleiðsögumaður landsins. Alpaferðir falla í eðli sínu undir einkaleiðsögn þar sem að í erfiðari fjallgöngum og klifri komast aðeins 1 til 3 með hverjum leiðsögumanni. Jökull Bergmann sérsníður hverja ferð að þörfum viðskiptavinarins, þú hefur bara samband og segir á hvaða tind og hvenær þú villt fara eða þá að Jökull útbýr spennandi ferðaáætlun fyrir þig. Allir þekkja helstu tinda Alpana, Eiger, Matterhorn og Mt Blanc en þeir eru þó aðeins fáir af aragrúa spennandi tinda sem hægt er að klífa eða ganga á í þessari fjalla paradís sem Alparnir eru. Möguleikarnir eru óþrjótandi sama hvort þú hefur bara nokkra daga eða heilu vikurnar og sama er að segja um erfiðleika og tegundir leiða. Ísklifur, klettaklifur, göngur og fjallaskíðaferðir, af öllu þessu er ofgnótt í Evrópsku Ölpunum. Láttu fjalla drauma þína rætast, hafðu samband og Jökull kemur þér á toppinn.

Til að fá meiri upplýsingar smellið hér

Einkaleiðsögn - Toppurinn þinn
Alpaklifur, einkaleiðsögnEinkaleiðsögn er fyrir þá sem vilja nýta tímann vel og hafa fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvaða afrek þeir vilja vinna í Ölpunum. Einkaleiðsögn hentar einnig sérlega vel fyrir þá sem vilja sjá um skipulagningu og hæðaraðlögunina sjálfir, en fá leiðsögn fagmanna á sjálft lokatakmark ferðarinnar t.d Matterhorn eða eitthvað annað tæknilega erfitt fjall. Möguleikarnir eru að sjálfsögðu endalausir en dæmi um þá einkaleiðsögn sem við höfum unnið af hendi undanfarinn ár eru t.d klettaklifur ferðir í Dólómítana á Ítalíu, fjallaskíðaferðir í Sviss og ísklifur í Frakklandi, Mont Blanc, Eiger og Matterhorn. Smelltu þér í Alpana og láttu fjalladrauminn rætast.


Mont Blanc - Hvíti Risinn
Mont Blanc, alpaklifurKonungur Alpanna rís 4807 metra yfir frjósama fjalladali Frakklands og Ítalíu. Þetta margrómaða og eftirsótta fjall krefst ekki mikillar klifur kunnáttu en sökum hæðar að þá krefst það góðs undirbúnings bæði líkamlega og andlega. Ferðaáætlun okkar er sérhæfð til þess að hámarka líkurnar á því að ná góðri hæðar aðlögun sem og nægilegan tíma til að glíma við fjallið ef veður eru válynd. Hæðaraðlögunin fer fram á nokkrum öðrum háum tindum í nágrenni Mont Blanc og gefur okkur tækifæri til að kynnast betur því stórfenglega landslagi sem Alparnir hafa uppá að bjóða.


Matterhorn - Tindur Tindanna
Matterhorn, alpaklifurEkkert fjall í heiminum hefur fangað hug og hjörtu fólks eins og Matterhorn sem rís tignarlegt 4478m yfir fjallabænum Zermatt í Sviss. Þetta mest myndaða og frægasta fjall veraldar á sér langa og stórmerkilega sögu þegar það kemur að fjallamennsku, en þarna glímdu bestu og mestu fjallamenn síns tíma um hver yrði fyrstur til að klífa tindinn. Það var svo árið 1865 sem kapphlaupið um hver yrði fyrstur tók enda. Það að standa á örmjóum tindi Matterhorn með þverhnýptar 2000m hlíðar á alla kanta er eitthvert eftirsóttasta takmark fjallamennskunnar og ótrúleg upplifun.


Monte Rosa - 4000m Veisla
Monte Rosa er næst hæsta fjall Alpana 4618m og hæsta fjall Sviss. Þetta gríðarstóra fjall á landamærum Ítalíu og Sviss er með 5 meiriháttar tinda sem ná yfir 4000m hæð og bíður uppá sannkallaða veislu fyrir þá sem vilja glíma við hæð og stórfenglegt alpalandslag þar sem jöklar og tignarlegir tindar eru í aðalhlutverkum. Ekki skemmir fyrir að í þessari ferð gistum við í Ítölskum fjallaskálum sem hver fyrir sig er rómaður fyrir góðan mat og þá auðvitað sér í lagi pasta, enda er þessi leið oft í gamni nefnd spaghetti leiðin. Síðustu nóttina í ferðinni áður en við sigrum Dufourspitze, hátind Monte Rosa gistum við í hæsta fjallaskála Alpana, Margherita skálanum í 4554m þaðan sem við njótum fegursta sólseturs Evrópu.


Eiger - Leikvöllur Meistaranna
Eiger, alpatindurEiger tindur rís 3970m yfir fjallaþorpinu Grindelwald í Sviss. Þótt fjallið nái ekki 4000 metrunum er þetta engu að síður eitt af þremur frægustu fjöllum í heimi sökum þess að norður veggur þess varð vetvangur mikilla harmleikja á árunum fyrir seinna stríð en einnig einhverra mestu sigra nútíma fjallamennsku. En það er ekki bara norður veggurinn sem heillar á þessum tignarlega tindi, Mitteleggi hryggurinn er ein flottasta leið í Ölpunum með ógnvænlegan norður vegginn á hægri hönd og yfirhangandi suðurhlíðarnar til vinstri. Þetta er leið sem allir sannir Alpinistar geta eki látið fram hjá sér fara


Haute Route - Fjallaskíðaferð
Þessi heimsfræga leið milli tveggja þekktustu fjallaþorpa Alpana er í senn krefjandi og ógleymanleg upplifun. Á sex dögum er skíðað í gegnum eitthvert stórbrotnasta landslag Evrópsku Alpana þar sem að hver 4000m tindurinn á fætur öðrum blasir við, Matterhorn, Mont Blanc og Dent Blanche eru nöfn sem margir þekkja og í þessari ferð komumst við í návígi við þessa risa. En það sem að gerir Haute Route að frægustu fjallaskíðaleið heims er ekki hvað síst sú samblanda af villtri náttúru og þeirri mögnuðu fjallamenningu sem einkennir Alpana. Skálaupplifunin er stór hluti ferðarinnar, þar sem við hittum annað fjallaskíðafólk víðsvegar að úr heiminum og fögnum góðum dögum.

Bergmenn Mountain Guides

Box 88 - 620 Dalvķk
ICELAND
Sķmi 858 3000
info@bergmenn.com 

Subscribe to our newsletter

Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email

Follow us on ...