Hvort sem þú hefur tekið snjóflóðanámskeið áður og ert að leita að upprifjun eða þú ert að taka þín fyrstu skref í utanbrautarskíðun þá er þetta námskeið hannað til að veita þátttakendum skilning á snjóalögum og ferðum á snjóflóðasvæðum. Eins er lögð mikil áhersla á snjóflóðaspá, björgun og búnað.
Markmið námskeiðsins er að efla vitund og þekkingu þátttakenda til að ferðast af auknu öryggi um fjalllendi að vetrarlagi. Meðal annars er farið yfir skipulagningu og framkvæmd fjallaskíðaferða með áherslu á leiðarval, áhættumat, ákvörðunartöku og félagabjörgun