Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email
Flýtilyklar
Tröllaskagi 4 daga fjallaskíðaferð
Þessi fjögurra skíðadaga ferð er tilvalin fyrir þá sem að eru að stíga sín fyrstu skref í fjallaskíðaiðkun eða þá sem vilja skreppa í nokkra daga. Ferðin gefur þér fullkomið sýnishorn af þeim undrum sem Tröllaskaginn hefur upp á að bjóða þegar kemur að fjallskíðamennsku en er nógu löng til þess að þér líði eins og þú hafir sloppið langt frá amstri hins daglega lífs og kemur endurnærður heim og klár í næsta fjallaskíðaslag.
Fjöllin á Tröllaskaganum bjóða upp á brekkur af öllum stærðum og gerðum og henta jafnvel fyrir þá sem eru að taka sínar fyrstu fjallaskíðabeygjur og þá sem vilja leita uppi brött gil til að skíða. Þér er boðið í heimsókn á Tröllaskagann þar sem við munum dvelja í kyrrlátum faðmi fjallana á milli þess sem við skíðum margar af fallegustu brekkum landsins. Dvölin í sveitinni er stór hluti af upplifuninni þar sem þér gefst kostur á að slaka vel á og njóta bæði magnaðrar matargerðar og hvíldar frá amstri hins daglega lífs. Í lok ferðarinnar er markmiðið að vera líkamlega þreyttur eftir frábæra skíðamennsku en þó endurnærður á líkama og sál.
Hvað gerir þessa ferð svona magnaða?
- Fjallaskíðasvæði á heimsmælikvarða
- Alltaf nægur snjór fyrir þá sem vita hvar á að leita
- Þjónusta og öryggi sem felst í því að ferðast með einu faglærðu fjallaleiðsögumönnum landsins
- Persónuleg þjónusta sem miðar að því að gera þig að betri fjallaskíðamanni eða -konu
- Alla ferðina ert þú að læra og bæta þig undir handleiðslu fagmanna
- Dvölin í sveitinni, þér verður spillt með blöndu af Haute cuisine og íslensku sveitaeldhúsi
- Fjöldinn allur af góðum baðstöðum er á Tröllaskaga, ekkert er eins notalegt eftir góðan dag á fjöllum
- Myndasýningar frá fjallaævintýrum hverskonar á kvöldin yfir góðu glasi fyrir þá sem vilja
Innifalið í verði
- Gisting í uppbúnum rúmum í tveggja manna herbergjum
- Allur matur frá kvöldverði á fyrsta degi til hádegisverðar á síðasta degi
- Leiðsögn einu faglærðu fjallaleiðsögumanna landsins
- Flutningur á milli staða á meðan á dvöl stendur
- Leiga á mannbroddum og jöklabúnaði
Ekki innifalið í verði
- Leiga á útbúnaði öðrum en ofangreindum
- Áfengir drykkir
- Persónulegar slysatryggingar
Ferðaáætlun fyrir 4 daga ferð
Dagur 1
Mæting á Tröllaskagann á fyrsta kvöldi til skrafs og ráðagerða með leiðsögumanninum, þar sem kostur gefst á að fara yfir útbúnaðinn og gera allt klárt fyrir fyrsta skíðadaginn eða skreppa í stutta kvöldgöngu í stórkostlegri náttúru Tröllaskagans.Dagur 2
Eftir góða viðdvöl við morgunverðarborðið er haldið til fjalla. Á þessum fyrsta skíðadegi er tekin ítarleg snjóflóðaæfing þar sem allir fá að prófa snjóflóðaýlana og farið er yfir grunnatriði í mati á snjóflóðahættu og björgun úr snjóflóðum. Það eru margir sem vilja meina að Hesturinn í Skíðadal sé besta skíðabrekka á Íslandi...við komumst að því. 1150 skíðaðir fallmetrar niður í dal. Heitir pottar og kaldir drykkir í lok dags fyrir þá sem vilja.
Dagur 3
Það eru ekki margir staðir á láglendi á Íslandi þar sem að hægt er að skíða allan ársins hring, en Karlsárdalur er einn af þeim. Þessi gríðarlega snjóakista er eins og hönnuð fyrir fjallaskíðafólk með óteljandi brekkum af öllum stærðum og gerðum. Heitu pottarnir á Dalvík teknir út í lok dags.
Dagur 4
Gljúfurárjökull í Skíðadal er stærsti hvilftarjökull Tröllaskagans og jafnframt stórkostleg skíðabrekka. Við komumst í kynni við víðáttur hásléttunnar milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar þar sem ógrynni tinda rísa upp úr jökulþekjunni.
Dagur 5
Uppáhald okkar erlendu gesta er gjarnan Múlakolla með sínu stórkostlega útsýni á haf út og til Grímseyjar. Göngin frá Dalvík til Ólafsfjarðar liggja í gegnum Múlakollu og þar eru brekkur við allra hæfi. Einhverntíma verða öll ævintýri að enda, en þó ekki fyrr en síðustu fallmetrarnir hafa verið skíðaðir og síðasti tindur vikunnar sigraður. Við höldum heim á leið með þreytta leggi og bros á vor með plön fyrir næsta fjallaskíðaævintýri í kollinum.
Útbúnaðarlisti fyrir fjallaskíðaferð á Tröllaskaga
- Vind og vatnsheldur jakki með öndun (Gore Tex eða sambærilegt)
- Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex eða sambærilegt)
- Skíðasokkar
- Nærföt (ull eða gerfiefni)
- Skíðabuxur (Soft shell, flís)
- Flís- eða ullarpeysa
- Hanskar (2 pör, þykkir, þunnir)
- Húfa
- Bakpoki 30-40 lítra með skíðafestingum
- Vatnsflaska, minnst 1 líter
- Lítil sjúkrataska (hælsærisplástrar og annað persónulegt sjúkradót)
- Sólgeraugu
- Skíðagleraugu
- Sólaráburður á andlit og varir
- Skíði (Fjallaskíði, Telemark eða split board)
- Skinn og skíðabroddar
- Skíðastafir
- Skíðaskór
- Skófla
- Snjóflóðastöng
- Snjóflóðaýlir
- Persónuleg drykkjarföng af sterkari gerðinni fyrir þá sem vilja
- Tannbursti og nauðsynlegt snyrtidót
- Myndavél
Bergmenn bjóða upp á fjallaskíða- og snjóflóðaútbúnað til leigu á góðu verði. Um er að ræða nýjustu Völkl skíðin, Dalbello skó og Pieps snjóflóðaútbúnað. Hafðu samband og við græjum fyrir þig allt sem þarf.
Við viljum einnig benda á Fjallakofann fyrir þá sem vilja festa kaup á græjum, en þar er mesta úrval útbúnaðar og besta þekkingin á þessu sviði hér á Fróni.