Fara í efni
Fjöldi
8 gestir per leiðsögumann Hám. 12 gestir í húsi
Brekkur
Allt frá löngum aflíðandi brekkum til brattra gilja
Fallhæð/Klifur
Meðaltals dagur 800-1800 metrar 1-3 bunur á dag
Gisting
Karlsá verð miðast við tvo í herbergi

TRÖLLASKAGI 4 OG 6 DAGA FJALLASKÍÐAFERÐ

Þessi skíðaferð er tilvalin fyrir þá sem að eru að stíga sín fyrstu skref í fjallaskíðaiðkun eða þá sem vilja skreppa í nokkra daga. Ferðin gefur þér fullkomið sýnishorn af þeim undrum sem Tröllaskaginn hefur upp á að bjóða þegar kemur að fjallskíðamennsku en er nógu löng til þess að þér líði eins og þú hafir sloppið langt frá amstri hins daglega lífs og kemur endurnærður heim og klár í næsta fjallaskíðaslag.

Fjöllin á Tröllaskaganum bjóða upp á brekkur af öllum erfiðleikum og henta jafnvel fyrir þá sem eru að taka sínar fyrstu fjallaskíðabeygjur og þá sem vilja leita uppi brött gil til að skíða. Þér er boðið í heimsókn á Tröllaskagann þar sem við munum dvelja í kyrrlátum faðmi fjallana á milli þess sem við skíðum margar af fallegustu brekkum landsins. Dvölin í sveitinni er stór hluti af upplifuninni þar sem þér gefst kostur á að slaka vel á og njóta bæði magnaðrar matargerðar og hvíldar frá amstri hins daglega lífs. Í lok ferðarinnar er markmiðið að vera líkamlega þreyttur eftir frábæra skíðamennsku en þó endurnærður á líkama og sál.

2023 Dagsetningar & Verð

4 daGA
FERð
333.500 ISK

Febrúar & Mars
ST4-01 Feb 13-17
ST4-02 Feb 17-21
ST4-03 Feb 25-Mars 1
ST4-04 Mars 1-5
ST4-05 Mars 9-13
ST4-06 Mars 13-17
ST4-07 Mars 21-25
ST4-08 Mars 25-29
Apríl & Maí
ST4-09 Apríl 2-6
ST4-10 Apríl 6-10
ST4-11 Apríl 14-18
ST4-12 Apríl 18-22
ST4-13 Apríl 26-30
ST4-14 Apríl 30-Maí 4
ST4-15 Maí 8-12
ST4-16 Maí 12-16
ST4-17 Maí 20-24

6 daGA
FERÐ
455.500 ISK

FEbrúar & Mars 
ST6-01 Feb 11-17
ST6-02 Feb 17-23
ST6-03 Feb 23-Mars 1
ST6-04 Mars 1-7
ST6-05 Mars 7-13
ST6-06 Mars 13-19
ST6-07 Mars 19-25
ST6-08 Mars 25-31
Apríl & maí
ST6-09 Mars 31-Apríl 6
ST6-10 Apríl 6-12
ST6-11 Arpíl 12-18
ST6-12 Apríl 18-24
ST6-13 Apríl 24-30
ST6-14 Apríl 30-Maí 6
ST6-15 Maí 6-12
ST6-16 Maí 12-18
ST6-17 Maí 18-24

Innifalið í verði

  • Akstur milli Akureyrar og gistingar ef þörf er á.
  • Akstur á meðan á ferð stendur milli skíðastaða.
  • Gisting í uppbúnum rúmum í tveggja manna herbergjum
  • Aðgangur að sundlaugum á meðan á ferðinni stendur.
  • Afnot af heitum potti og gufubaði á staðnum.
  • Allur matur frá kvöldverði á fyrsta degi til hádegisverðar á síðasta degi ásamt nesti og snarli yfir daginn.
  • Leiðsögn einu faglærðu fjallaleiðsögumanna landsins
  • Flutningur á milli staða á meðan á dvöl stendur
  • Kostnaður ef skíðun er ekki í boði vegna veðurs, hvalaskoðun, sjóstöng, heitar laugar og menningarferðir.
  • Leiga á mannbroddum og jöklabúnaði

Ekki innifalið í verði 

  • Akstur milli Reykjavíkur og Akureyrar fyrir eða eftir ferð.
  • Leiga á útbúnaði öðrum en ofangreindum
  • Áfengir drykkir
  • Slysa- og ferðatryggingar
  • Ferjutími af þyrlu ef ákveðið er að nota þann möguleika í upphafi dags.  

Ferðaáætlun

KOMUDAGUR

Við komum okkur fyrir á Karlsá og setjumst til skrafs og ráðagerða með leiðsögumanninum, þar sem kostur gefst á að fara yfir útbúnaðinn og gera allt klárt fyrir fyrsta skíðadaginn eða skreppa í stutta kvöldgöngu í stórkostlegri náttúru Tröllaskagans.

DAGUR 1

Eftir góða viðdvöl við morgunverðarborðið er haldið til fjalla. Á þessum fyrsta skíðadegi er tekin ítarleg snjóflóðaæfing þar sem allir fá að prófa snjóflóðaýlana og farið er yfir grunnatriði í mati á snjóflóðahættu og björgun úr snjóflóðum. Það eru ekki margir staðir á láglendi á Íslandi þar sem að hægt er að skíða nánast allan ársins hring, en Karlsárdalur er einn af þeim. Þessi gríðarlega snjóakista er eins og hönnuð fyrir fjallaskíðafólk með óteljandi brekkum af öllum stærðum og gerðum og ekki skemmir fyrir að þessi paradís er aðgengileg beint úr býli. Heitur pottur, sauna og kaldir drykkir í lok dags fyrir þá sem vilja.

 

DAGUR 2-3 (EÐA 5)

Það er um ótal möguleika að ræða og leiðsögumaður stillir áætlanir, ferðahraða og erfiðleika hvers dags eftir getu hópsins, veðri og aðstæðum. Eftir dag á fjöllum er fátt betra en að koma heim, skella sér í pottinn á meðan kokkurinn eldar dýrindis kvöldverð.

DAGUR 4 EÐA 6 (BROTTFARARDAGUR)

Seinasti skíðadagurinn er runninn upp. Eftir morgunmat er lokið við lokafrágang á farangri áður en haldið er á fjall. Einhverntíma verða víst öll ævintýri að enda, en þó ekki fyrr en síðustu fallmetrarnir hafa verið skíðaðir og síðasti tindur vikunnar sigraður. Við höldum heim á leið með þreytta leggi og bros á vor með plön fyrir næsta fjallaskíðaævintýri í kollinum.

Fyrirspurnir

Útbúnaðarlisti

FATNAÐUR

  • Vind og vatnsheldur jakki með öndun (Gore Tex eða sambærilegt)
  • Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex eða sambærilegt)
  • Soft Shell eða flís jakki (Valkvætt)
  • Soft Shell buxur (Valkvætt)
  • Nærföt síðar/langerma (ull eða gerfiefni)
  • Léttur dún eða fíber jakki
  • Flís- eða ullarpeysa
  • Hanskar (2 pör, þykkir, þunnir)
  • Skíðasokkar (ull eða gerviefni)
  • Húfa
  • Sundföt
  • Almennur fatnaður, bæjarferð, kvöldmatur.
  • Gönguskór/vetrarstígvél sérstaklega yfir veturinn.

SMÁHLUTIR

  • Sólaráburður á andlit og varir
  • Sólgeraugu
  • Lítil sjúkrataska (hælsærisplástrar og annað persónulegt sjúkradót)
  • Varahlutir og viðgerðir - Gott er að eiga og koma með varahluti í ykkar bindingar og skó. Leiðsögumaður ber almennan viðgerðabúnað.
  • Vatnsflaska og/eða hitabrúsi, 1-2 lítrar
  • Myndavél
  • Persónuleg drykkjarföng af sterkari gerðinni fyrir þá sem vilja
  • Tannbursti og nauðsynlegt snyrtidót

SKÍÐA- OG BRETTABÚNAÐUR

  • Fjallaskíðaskór / Snjóbrettaskór
  • Skíði (Fjallaskíði, Telemark eða split board) Mælum með 95-120mm miðjumáli
  • Skinn
  • Skíðabroddar (Nauðsynlegt!!)
  • Skíðastafir (Helst stillanlegir, snjóbrettafólk ætti að bera þrískipta stafi)
  • Skíðastrappar – Notaðir til að festa skíði þegar borið er á bakinu
  • Snjóflóðaýlir
  • Snjóflóðastöng (240cm eða stærri)
  • Skófla
  • Bakpoki 30-40 lítra með skíðafestingum
  • Skíðagleraugu
  • Hjálmur (Valkvætt)
Bergmenn bjóða upp á fjallaskíða- og snjóflóðaútbúnað til leigu á góðu verði. Um er að ræða nýjustu Völkl skíðin, Dalbello skó og Pieps snjóflóðaútbúnað. Hafðu samband og við græjum fyrir þig allt sem þarf.

Við viljum einnig benda á Fjallakofann fyrir þá sem vilja festa kaup á græjum, en þar er mesta úrval útbúnaðar og besta þekkingin á þessu sviði hér á Fróni. 

 

Sækja búnaðarlista