Everest vika á Tröllaskaga 8840m

Bergmenn bjóða upp á leiðsögn fagmanna í fjallgöngur og gönguferðir. Hvannadalshnjúkur, Öræfajökull, Hrútfjallstindar og öll þau fjöll sem þig langar á.

Everest vika á Tröllaskaga 8840m

Engar dagsetningar í boði.
Ekki er hægt að bóka ferð

Samtals 0.- kr.

Þessi stórskemmtilega en krefjandi ferð er ætluð þeim sem eru í góðu formi og í leit að krefjandi verkefni. Á 6 dögum er hæð Mt Everest 8840m klifin á tindum Tröllaskagans undir handleiðslu Jökuls Bergmanns. Þetta þýðir að í 6 daga samfleytt er tekin út hækkun uppá tæpa 1500m á dag sem reynir vel á andlegt og líkamleg úthald. Ferðin er gerð útfrá Klængshóli í Skíðadal þar sem við njótum margrómaðrar gestrisni og matargerðar Önnu Dóru húsfreyju og getum slakað vel á á milli tinda.

Lengd ferðar: 6 dagar
Dagsetning: Júlí og Ágúst 2017
Verð: Hafið samband

Af nógu er að taka þegar það kemur að því að velja tinda og hnúka á Tröllaskaganum enda myndi fæstum endast ævin til að klífa þann aragrúa tignarlegra fjalla sem prýða þetta einstaka svæði. Á hverjum degi ferðarinnar gefst okkur tækifæri til að klífa leiðir og tinda sem oft hafa ekki séð nema handfylli að fjallafólki á þeim 1200 árum sem menn og konur hafa þverað Tröllaskagann. Þótt markmið ferðarinnar sé metnaðarfullt og strangt er það alveg á hreinu að nægur tími gefst til þess að njóta einstakrar náttúru, baða sig í hrollköldum fjallavötnum og hlusta á bergmálið þegar við köllumst á við tröllin í fjöllunum. Þessi magnaða ferð er farinn undir handleiðslu Jökuls Bergmanns, eina faglærða fjallaleiðsögumanns landsins sem ólst upp sem smaladrengur á fjöllum Tröllskagans og þekkir þar hvern jökultind og hnúk.

Ferðaáætlun fyrir Everest viku á Tröllaskaga:

Dagur 1:
Mæting á Klængshóli í Skíðadal kl 09:00 þar sem að farið er yfir útbúnað og dagskrá vikunnar kynnt fyrir þátttakendum. Þegar allir hafa nestað sig upp og smellt sér í gönguskóna er fyrsti hnúkurinn klifinn og það gæti vel verið heimafjall Klængshóls, Strákahnúkur eða Hesturinn sem er einnig ein besta fjallaskíðabrekka landsins. Þegar niður er komið er tilvalið að láta líða úr sér í pottinum eða Sauna á Klængshóli áður en við snæðum kraftmikinn kvöldverð að sveita sið og undirbúum næsta dag,

Dagur 2-5:
Hver hnúkurinn, tindurinn og hryggurinn klifinn og þveraður. Tröllaskaginn bíður uppá endalausa möguleika á stórbrotnum fjallaleiðum þar sem að hinn almenni göngugarpur getur undir leiðsögn fagmanna mátað sig við brattar fannir, kletta höft og smájökla sem annars væru þeim ófær. Við teljum niður metrana og söfnum í Everest sarpinn en gleymum ekki að njóta hverrar fjallferðar fyrir sig því hver leið og hver tindur hefur sína sérstöðu. Kvöldin eigum við í kyrrlátum faðmi fjallana í Skíðadal og njótum einstakrar gestrisni Klængshólsbúa.

Dagur 6:
Öll ævintýri taka einhverntíma enda og við endum auðvitað á fallegum tindi og toppum Everest í metrum talið. Eftir krefjandi en gríðarlega gefandi gönguviku heldur fólk heim á leið og er þegar farið að plana næstu fjallaævintýri.


Innifalið í verði:

- Leiðsögn Jökuls Bergmanns
- Gisting á Klængshóli í Skíðadal í 5 nætur
- Allur matur frá hádegi á degi 1 til hádegis á degi 6
- Leiga á mannbroddum og ísexi
- Neyðarskýli, skyndihjálparútbúnaður, fjarskiptabúnaður
- Aðgangur að sundlaugum

Ekki innifalið í verði:

- Akstur - Þátttakendur mæta á eigin bílum og nota yfir vikuna þegar þarf
- Persónuleg slysatrygging


Útbúnaðarlisti fyrir Everest viku á Tröllaskaga

- Vind og vatnsheldur jakki með öndun (Gore Tex eða sambærilegt)
- Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex eða sambærilegt)
- Nærföt (ull eða gerviefni)
- Buxur (Soft shell, flís)
- Flís eða ullar peysa
- Auka peysa eða létt úlpa
- Húfa
- Derhúfa eða sólhattur
- Hanskar eða vettlingar (Tvö pör)
- Göngusokkar
- Gönguskór (Vel tilgengnir, þægilegir og vatnsvarðir)
- Göngustafir - Skíðastafir
- Legghlífar
- Bakpoki 25-35 lítra
- Vatnsflöskur, minnst 1.5-2 lítrar
- Lítil sjúkrataska (Hælsæris plástrar og annað persónulegt sjúkradót)
- Sólgeraugu (Góð sólgleraugu sem ætluð eru fyrir sól og snjó)
- Sólaráburð á andlit og varir
- Myndavél
- Sundföt

Sumt af þessum búnaði er hægt að fá leigt hjá Bergmönnum eða hjá Fjallakofanum í Hafnarfirði sími: 510 9505. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi búnaðarval þá ekki hika við að hafa samband.

Bergmenn Mountain Guides

Box 88 - 620 Dalvík
ICELAND
Sími 858 3000
info@bergmenn.com 

Subscribe to our newsletter

Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email

Follow us on ...