Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email
Flýtilyklar
Hraundrangi
Engar dagsetningar í boði.
Ekki er hægt að bóka ferð
- Fjöldi 120.000.- kr.
Hraundrangi í Öxnadal er án nokkurs vafa einn tignarlegasti og jafnframt þekktasti tindur landsins. Það var þó ekki fyrr en árið 1956 að hann var klifinn í fyrsta sinn og engin fannst gullkistan á toppnum eins og þjóðsagan sagði til um. Klifrið á Hraundranga er flestum fært svo lengi sem þeir eru vel a sig komnir líkamlega og þjást ekki af mikilli lofthræðslu því þegar upp er komið er varla pláss fyrir meira en einn mann í einu á toppnum.
Lengd ferðar: 1 dagur
Dagsetningar: Allt árið um kring eftir pöntun
Verð fyrir 1 klifrara: 120.000,-
Verð fyrir 2 klifrara: 140.000,-
Klifrið á Hraundranga er sannkallað ævintýri. Lagt er af stað frá bænum Staðarbaka í Hörgárdal og er um 2 tíma ganga upp brattar brekkur að rótum sjálfs drangsins. Þá tekur við um 100m klifur þar sem að leiðsögumaðurinn klífur fyrst upp með línuna og tryggir svo sína gesti. Drangurinn er klifinn í 2-3 áföngum og þegar toppnum er náð er braðgðað á pelanum góða sem þar er geymdur og teknar myndir áður en sigið er niður. Reikna má með að klifur á Hraundranga taki um 6-8 klst frá því að lagt er af stað frá Staðarbakka og komið aftur niður. Hraundrangi er klifinn á sumrin sem og veturna en þá er beitt sömu tólum og í ísklifri það er broddum og ísöxum. Árið 2007 kleif Jökull Bergmann ásamt félögum nýja og mun erfiðari leið upp norð vestur hrygg drangsins og kemur hún vel til greina fyrir þá sem vanir eru klifri og vilja takast á við krefjandi verkefni.
Innifalið í verði:
- Leiðsögn faglærðs fjallaleiðsögumanns
- Leiga á klifurútbúnaði
Útbúnaðarlisti fyrir sumarferð á Hraundranga:
- Vind og vatnsheldur jakki með öndun (Gore Tex eða sambærilegt)
- Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex eða sambærilegt)
- Nærföt (ull eða gerfiefni. Gott að vera með þurrann auka bol til að fara í eftir uppgönguna)
- Buxur (Soft shell, flís)
- Flís eða ullar peysa
- Húfa
- Gönguskór (Stífir gönguskór henta betur en mjúkir)
- Bakpoki 25-35 lítra (Nægilega stór fyrir persónulegan búnað sem og sameiginlegan klifurbúnað)
- Vatnsflaska, minnst 1 líter
- Nesti fyrir daginn
- Lítil sjúkrataska (Hælsæris plástrar og annað persónulegt sjúkradót)
- Sólgeraugu
- Sólaráburð á andlit og varir
- Myndavél/Síma
- Höfuðljós (Eftir árstíma)
Sumt af þessum búnaði er hægt að fá leigt hjá Bergmönnum eða hjá Fjallakofanum í Hafnarfirði 5109505. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi búnaðarval þá ekki hika við að hafa samband.