Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email
Flýtilyklar
Kerlingareldur
Í fjallinu Kerlingu í Svarfaðardal leynist tæplega 200 metra klettastál sem hlotið hefur nafnið Kerlingareldur. Kerlingareldur er nánast óþekkt fyrirbæri hjá hinum almenna fjallamanni hér á Fróni en fyrir þá sem stunda tæknilegt fjalla og klettaklifur er þetta ein flottasta klifurleið sem í boði er á landinu. Nauðsynlegt er að hafa einhverja reynslu af klettaklifri og hafa farið með okkur í aðra túra eða námskeið áður en lagt er í þetta stórvirki. Meira
Lengd ferðar: 1 dagur
Dagsetningar: Júní - September
Verð fyrir 1: 75.000,- ISK
Verð fyrir 2: 45.000,- ISK á mann
Til að fá nánari upplýsingar og bóka smellið hér
Kerlingareldurinn var fyrst klifinn árið 1997 af Jökli Bergmann og Stefáni Smárasyni og var ekki endurtekin fyrr en sex árum síðar. Í dag hafa aðeins ellefu hópar klifrara náð tindinum og hefur Jökull Bergmann leitt sjö þeirra, en mun fleiri hafa mátað sig við leiðina án árangurs. Leiðin er ein stórglæsilegasta fjalla-klettaklifursleið landsins í stórkostlegu umhverfi Tröllaskagans með útsýni norður til Grímseyjar og suður á Jökla.
Smellið hér til að lesa nánari upplýsingar og leiðarvísi Sigurðar Tómasar Þórissonar um Kerlingareld.
Innifalið í verði:
- Leiðsögn faglærðs fjallaleiðsögumanns
- Leiga á klifurútbúnaði
Útbúnaðarlisti fyrir Kerlingareld:
- Vind og vatnsheldur jakki með öndun (Gore Tex eða sambærilegt)
- Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex eða sambærilegt)
- Nærföt (ull eða gerfiefni)
- Buxur (Soft shell, flís)
- Flís eða ullar peysa
- Húfa
- Gönguskór (Stífir gönguskór henta betur en mjúkir)
- Bakpoki 25-35 lítra
- Vatnsflaska, minnst 1 líter
- Nesti fyrir daginn
- Lítil sjúkrataska (Hælsæris plástrar og annað persónulegt sjúkradót)
- Sólgeraugu
- Sólaráburð á andlit og varir
- Myndavél
- Höfuðljós (Eftir árstíma)
Sumt af þessum búnaði er hægt að fá leigt hjá Bergmönnum eða hjá Fjallakofanum í Hafnarfirði 5109505. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi búnaðarval þá ekki hika við að hafa samband.