Fara í efni
Group Size
Season
Úp & Niður
Gisting

Aurora er 60 feta seglskúta sem gerð er út frá Ísafirði af skipstjóranum og snillingnum Sigurði Jónssyni. Hugmyndir að skútu skíðaferðum blunduðu lengi hjá honum og Jökli Bergmann og það var svo árið 2006 sem draumurinn varð að veruleika með fyrstu ferðinni í Jökulfirði. Þessar ferðir eru nú gríðarlega vinsælar og ekki að undra þar sem að þetta er einstakt tækifæri til þess að skíða á svæði þar sem að engar samgöngur né þjónusta er til staðar, en frábærar fjallaskíðalendur. Hvað er þá hentugra en fljótandi færanlegt fjallahótel með heitri sturtu og gómsætum kræsingum úr náttúru svæðisins, framreiddum af skipstjóranum sjálfum. Taktu þátt í einstakri upplifun.

Dagsetningar & Verð

5 day
program
2,500 EUR

2021 Dates
GLF-01 Feb 23-28
GLF-02 March 8-13
GLF-03 April 26-May 1
GLF-04 May 3-7

 

Innifalið

  • Full afnot af skútunni Auroru ásamt tveggja manna áhöfn
  • Leiðsögn fjallaleiðsögumanns alla ferðina
  • Allur matur um borð og nesti fyrir daginn
  • Eldsneyti, hafnargjöld og skattar
  • Afnot af siglingafatnaði
  • Guided land and water excursions
  • Ferðir til og frá Ísafjarðarflugvelli á fyrsta og síðasta degi

Ekki Innifalið

  • Ferðir til og frá Ísafirði
  • Matur fyrsta daginn þar til komið er um borð í Auroru
  • Afnot af gervihnattasíma um borð
  • Persónulegar tryggingar
  • Áfengi

Dagskrá

Please note that this is a suggested itinerary and will vary depending on weather, conditions and the group.

DAGUR 1

Komið til Ísafjarðar seinnipart dags og lagt úr Höfn um kl 19:00. Um tveggja tíma sigling tekur við til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Þótt seint sé að þá er tækifæri til að máta sig við skíðin og fara yfir snjóflóða ýlana og björgun úr snjóflóðum eins og alltaf er gert í upphafi fjallaskíðaferðar. Okkur gefst líka tækifæri til að skoða okkur um í litla þorpinu á Hesteyri og kíkja á gömlu hvalstöðina.

DAGUR 2

Við skíðum úr Hesteyrarfirði yfir í Veiðileysufjörð á meðan Aurora dólar hringinn og hittir okkur hinu megin. Flesta daga ferðarinnar skíðum við úr einum firði í annan og könnum ávallt ótroðnar slóðir. Tækifærin til þess að skíða frábærar brekkur eru óþrjótandi.

DAGUR 3

Ferðalagið heldur áfram og í þetta sinn liggur leið okkar yfir í Lónafjörð. Lónafjörður er einstakur staður á allan hátt, þar er gríðarleg náttúrufegurð, frábærar brekkur og jafnframt gjöfular kræklinga flæður. Hvað skyldi verða í matinn?

DAGUR 4

Við stöldrum við í Lónafirði í dag því það er ógjörningur að komast yfir það að skíða allar bestu brekkurnar á einum degi. Fyrir þá sem vilja taka styttri dag er hægt að kíkja í kayak og rannsaka strandlengju fjarðarins þar sem meðal annars má finna heita uppsprettu eða skella sér í sjósund.

DAGUR 5

Hápunkti ferðarinnar í metrum talið er náð á þessum degi á leið okkar yfir í Hrafnfjörð þar sem að lengstu brekkur Jökulfjarða bíða eftir okkur. Í lok dags er tilvalið að taka smá göngutúr í landi og votta Fjalla Eyvindi virðingu okkar þar sem hann hvílir undir grænni torfu í þessari náttúru paradís. Þar sem að þetta er síðasta kvöldið okkar að þá má fastlega gera ráð fyrir veislu um borð í Auroru.

DAGUR 6

Við tökum daginn snemma og skíðum síðustu brekkurnar í þessari ferð áður en við siglum seglum þöndum til baka til Ísafjarðar. Við leggjumst að bryggju seinni part dags, nógu snemma til þess að ná flugi til Reykjavíkur eða bara til að skella okkur í sund og slaka á eftir frábæra ferð.

Hafa Samband

Útbúnaðarlisti

  • Vind og vatnsheldur jakki með öndun (Gore Tex eða sambærilegt)
  • Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex eða sambærilegt)
  • Skíðasokkar
  • Nærföt (ull eða gerviefni)
  • Skíðabuxur (Soft shell, flís)
  • Flís eða ullar peysa
  • Hanskar (2 pör,þykkir,þunnir)
  • Húfa
  • Bakpoki 30-40 lítra
  • Vatnsflaska, minnst 1 líter
  • Lítil sjúkrataska (Hælsæris plástrar og annað persónulegt sjúkradót)
  • Sólgeraugu
  • Skíðagleraugu
  • Sólaráburð á andlit og varir
  • Skíði (Fjallaskíði, Telemark eða split board)
  • Skinn og skíðabroddar
  • Skíðastafir
  • Skíðaskór
  • Skófla
  • Snjóflóðastöng
  • Snjóflóðaýlir
  • Taska fyrir auka föt og annað)
  • Gönguskór
  • Inniskór eða dekkskór
  • Svefnpoki
  • Tannbursti og nauðsynlegt snyrtidót
  • Myndavél
  • Góða bók eða skemmtilegt spil og flösku af uppáhalds meðalinu þínu