Fara í efni

Skilmálar okkar eru samkvæmt almennum staðli fjallaleiðsögufyrirtækja og mælum við með að allir kynni sér þá vel. Vegna kostnaðar við skipulagningu í aðdraganda ferðar erum við með nokkuð stranga skilmála varðandi endurgreiðslur og mælum við með að allir tilvonandi gestir okkar kynni sér þá vel sem og skilmála kortafyrirtækja sem ferðir eru greiddar með. Einnig mælum við með að íhuga kaup á ferðatryggingum ef/þegar það á við.

Skipuleggjandi ferða

Bergmenn ehf er skipuleggjandi skíða-, klifur- og þyrluskíðaferða ásamt leiðöngrum og námskeiðum eins og kemur fram á heimasíðu okkar. Allir söluaðilar sem selja ferðir fyrir Bergmenn ehf eru eingöngu milligönguaðilar upplýsinga og fjármuna.

Vinsamlega athugið að hugtökin „skíðaferðir“, „fjallaskíðaferðir“ og „þyrluskíðaferðir“ í textanum hér eftir á einnig við um snjóbretti, telamark skíði og notkun þyrlu til annara ferða.


SKRÁNING Í FERÐIR OG SKILMÁLAR

Við skráningu í ferð með Bergmenn ehf er þess óskað að allir gestir skili inn skráningarformi og greiða staðfestingagjald til að staðfesta sig í ferð. Með þessu er gert samkomulag að þessir skilmálar taki gildi og séu samþykktir af báðum aðilum.


VERÐ, STAÐFESTINGARGJALD OG GREIÐSLUR

Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi skilmála vel og ekki hika við að hafa samband við okkur ef það vakna spurningar.

Verð

Verð sem birt er á heimasíðu eða í öðru kynningarefni innifelur öll gjöld ásamt sköttum skv lýsingum „Innifalið í ferð“.Vinsamlega athugið að ef koma skildu dagar sem ómögulegt reynist er að fara á fjöll er reynt að nýta daginn í aðra afþreyingu, sú afþreying gæti haft í för með sér kostnað en skal ávalt tiltekið og samþykkt áður en af afþreyingu verður.Allur kostnaður vegna trygginga, hvort sem er ferða-, slysa- eða aðrar tryggingar, eru ekki innifalinn í ferðakostnaði og á ábyrgð kaupanda að huga að.

Staðfestingargjald

Þegar gengið er frá skráningu í ferð hvort sem er í gegnum síma eða tölvupóst telst skráning ekki gild fyrr en skráningarformi hefur verið skilað og óafturkræft staðfestingagjald hefur verið greitt. Skráningarform og staðfestingagjald skal frágengið og sent til skrifstofu Bergmanna í seinasta lagi 7 dögum eftir skráningu, eftir það gefur söluaðili sér rétt til að fella niður skráningu.

Greiðsla á eftirstöðvum

Loka greiðsla eftirstöðva skal frágengin 90 dögum fyrir upphafsdag ferðar. Ef ferð er bókuð eftir að 90 daga frestur er útrunninn skal ganga frá fullri greiðslu til að staðfesta ferð.


AFLÝSING & AFPÖNTUN Á ALMENNUM PAKKAFERÐUM - SKILMÁLAR

Allar skíðaferðir og pakkar byrja og enda á fyrirfram ákveðnum dagsetningum samkvæmt ferðalýsingu eða samþykktum. Vinsamlega athugið að engar endurgreiðslur fást vegna eftirfarandi ástæðna:

  • Seinkunar á komutíma eða flýttri bröttför
  • Veikinda eða meiðsla
  • Vangetu hvað varðar færni eða líkamlegra burða

 

Afpöntun ferðar verður að gerast í gegnum tölvupóst. Ef einhver kemst ekki í bókaða og full greidda ferð eftir að 90 dagar eða færri eru til upphafs ferðar er hægt að áframselja eða breyta nöfnum hvernær sem er. Einnig ef þess er óskað getur skrifstofa Bergmanna reynt að finna annan aðila til að fylla plássið og ef það lukkast er í boði að nýta inneign í ferð að ári. Vinsamlega athugið að inneignin helst óbreytt en verð ferðar getur breyst milli ára.


AFLÝSING & AFPÖNTUN Á EINKALEIÐSÖGN - SKILMÁLAR

Ef einn eða fleirri þátttakendur í ferð aflýsa er það á ábyrgð hópsins að finna afleysingu. Ef engin afleysing finnst er heildargreiðsla á ábyrgð hópsins. Tilfærsla á fjármunum milli ára er ekki í boði.

Ef ferð er aflýst áður en 90 dagar eru til ferðar er endurgreitt fyrir ferðina en staðfestingargjald er ekki endurgreitt. Ef ferð er aflýst eftir að 90 dagar eða færri eru til ferðar fæst engin endurgreiðsla og eftirstöðvar ferðar skulu greiddar að fullu.

Bergmenn ehf áskilur sér rétt til að aflýsa ferð á hvaða tímapunkti sem er. Ef að aflýsingu kemur er gefin full endurgreiðsla ásamt staðfestingagjaldi.

Bergmenn ehf tekur enga ábyrgð á öðrum tilfallandi kostnaði við ferð af hluta viðskiptavinar svo sem flugi eða gistingu.


ENDURGREIÐSLUR - ALMENNT

Engar endurgreiðslur fást fyrir ónýtta daga í ferð hvort sem er vegna seinkomu, snemm brottfarar eða ákvörðunar að skíða ekki hvort sem um fjallaskíðun eða þyrluskíðun ræðir. Hvað varðar þyrluskíðun og flugtíma þá hafa viðskiptavinir völ á endurgreiðslu eða inneign fyrir ónýttan flugtíma sem deilist niður á hvern hóp fyrir sig en óheimilt er að gefa eða áframselja inneign til annara hópa eða einstaklinga.

Endurgreiðslur fyrir ónýttan flugtíma miða við €2700 evrur á klukkustund eða €3300 evrur á klukkustund sem inneign sem geymist að hámarki 2 ár.

 

ENDURGREIÐSLUR - "ULTIMATE PRIVATE" ÞYRLUSKÍÐAPAKKI

Ef engin skíðun eða flug á sér stað heilan dag vegna veðurs, viðhalds eða vélavandræða er í boði endurgreiðsla, sem skiptist jafnt á hópinn, €2700 evrur á dag eða inneign að upphæð €3300 evrur á dag.

 

ENDURGREIÐSLUR - GRÆNLANDSFERÐIR

Vegna tilheyrandi útlagðs kostnaðar af hálfu Bergmanna ehf við skipulagningu á Grænlandsferðum eru engar endurgreiðslur í boði. Ef vandamál koma upp varðandi veður og mögulega takmarkaða flugtímanotkun reynum við eftir fremsta megni að selja öðrum hópum ónýttan flugtíma annara hópa og fæst endurgreiðsla eftir því án ábyrgðar.


ÁBYRGÐ

Allir gestir/viðskiptavinir Bergmanna ehf skulu samþyggja og undirrita við upphaf ferðar, ábyrðarskjal: „RELEASE FROM LIABILITY, WAIVER OF CLAIMS ASSUMPTION OF RISKS AND INDEMNITY AGREEMENT.” Við undirritun skjalsins staðfestir undirritaður/uð skilning á þeirri áhættu sem fylgir ferðalögum, fjalla- og þyrluskíðun og staðfestingu þess að sá/sú hin sama afsali sér ákveðnum lagalegum rétti til lögsókna. Allir viðskiptavinir verða að undirrita skjalið sem er vottað af leiðsögumanni en án þess er ekki í boði að taka þátt í ferðinni. Vinsamlega skoðið hlekkinn hér að ofan og kynnið ykkur skjalið áður en ferðin hefst, ef spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bergmanna ehf. Ef viðskiptavinur neitar að skrifa undir ábyrgðarskjalið sem borið er fyrir hópinn þegar snjóflóða- og þyrluöryggis fyrirlestur hefst er sá/sú hinn/in sami/a ekki heimilt að taka áframhaldandi þátt í ferðinni og engin endurgreiðsla í boði.


ÞYRLUSKÍÐUN & ELDSNEYTISVERÐ

Bergmenn ehf áskilja sér rétt til að bæta við eldsneytisgjaldi á allar þyrluskíðaferðir ef til mikillar hækkunar á markaði kemur. Ferðirnar eru skipulagðar með margra mánaða fyrirvara áður en markaðsverð eldsneytis er vitað og er stærsti útgjaldaliður og kostnaður starfseminnar og þar af leiðandi gæti sú staða komið upp að sá kostnaður þurfi að færast að hluta til viðskiptavinar.