Fara í efni
FJÖLDI
8 gestir í hóp 4 gestir per leiðsögumann
BREKKUR
Aflíðandi brekkur til brattra gilja og tinda. Skíðað á jöklum.
FALLHÆÐ/KLIFUR
Meðaltals klifur 800-1400 metrar 1-3 bunur á dag
Gisting
Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond

SIGLUM UM, SKÍÐUM OG SKOÐUM SUÐURSKAUTSLAND

Þessi 13 daga, 12 nótta leiðangur samanstendur af áhugasömu fólki allstaðar af með eitt sameiginlegt markið, að komast á og skoða Suðurskautslandið.  Þó að markmiðið sé það sama þá er fólk samankomið með mismunandi áætlanir, sumir vilja bara skoða dýralífið, aðrir vilja róa kayak og enn aðrir sigla um á zodiac með náttúrufræðing eða sagnfræðing með í för sem leiðsegir mannskapnum. Við ætlum okkur hinsvegar að gera allt sem í boði er með forgang á fjallaskíðun.

Við hittumst í Ushuaia, fyrsta kvöldið fer í afslöppun og við  byrjum ferðina og fyrsta fulla daginn auðvitað á að fara á skíði. Frá miðborginni er um 15 mínútna akstur upp í Martial en hér nýtum við tækifærið og förum yfir ferðatilhögun og björgun á jöklum ásamt yfirferð á notkun snjóflóðabúnaðar og ljúkum deginum á að skíða niður Martial jökulinn. Við ferðumst mest 5 saman í línu, 4 gestir og 1 leiðsögumaður, svo ef hópurinn er stærri en það munum við hafa aðstoðarleiðsögumann meðferðis. Annar heili dagurinn og sá þriðji í ferðinni er einnig í nágrenni Ushuaia og gefst kostur á að skoða sig um borgina, söfnin, fjöllin eða þjóðgarðinn en svo er stundum gott bara að halda sig við skíðunina í bland við allt hitt. 

Nú ættu allir að vera þæginlega þreyttir og aðlagaðir að tímanum að mestu leiti, við tekur smá hóphristingur, kvöldverður og góður nætursvefn. Að morgni fjórða dags flytjum við farangurinn niður á höfn og fljótlega hefjum við siglinguna suður á bóginn. 

Siglingin suður kallast einu nafni "Drake passage" og þó Sir Francis Drake sem siglingaleiðin er skýrð eftir hafi aldrei siglt leiðina sjálfur þá  var það eitt af skipum hans sem uppgötvaði tengingu milli Atlandshafsins og Kyrrahafsins á sínum tíma og hélst nafnið. Ferðalagið niður á skagann tekur 3 daga og gefst nægur tími til að kynnast, lesa, hugsa og fræðast á meðan á siglingunni stendur. Fræðimenn og áhafnarmeðlimir ásamt leiðsögumönnum halda fyrirlestra og úti flýgur Albatrosinn á meðan háhyrningar og aðrir hvalir sigla allt í kring í ætisleit. 

Þegar komið er að norðurhluta suðurskauts skagans fara leiðsögumenn í land og undirbúa lendingastaði fyrir bátana og gestir gera sig klára í að fara í land, framundan eru okkar fyrstu skref og beygjur á suðurskautslandinu. Hér eru ótal möguleikar í boði og brekkur við allra hæfi. Markmið eru valin eftir getu hvers hóps, veðri og aðstæðum hverju sinni. Hver dagur er misjafn þar sem bróðurpartur hvers dags fer í skíðun en á hverjum stað fyrir sig leynist eitthvað áhugavert sem vert er að skoða hvort sem það er mörgæsa nýlendur, rannsóknastöðvar, gamlar hvalveiðistöðvar eða annað. VIð höldum siglunni áfram suður næstu tvo daga í leit að skíðaleiðum og áfangastöðum eins langt og hafísinn leyfir áður en við snúum stefni til norðurs á ný og heim á leið. 

Fjöldi skíðadaga á suðurskautslandi eru fjórir heilir dagar og 1-2 dagar í Argentínu. Mikilvægt er að hafa í huga að allar ferðir um suðurskautið geta tafist eða breyst vegna aðstæðna eða veðurs og ákveðinn sveigjanleiki er því nauðsynlegur þegar flug eru bókuð til og frá Argentínu. 

Dagsetningar & Verð

Dagsetningar: 18-30. Október 2023

Öll verð eru í USD og miðast við einn í tveggja manna herbergi fyrir utan eins manns herbergið "Single porthole". Heildarverð fæst við samanlagt verð á herbergi og verði á afþreyingu. Herbergi er hægt að skoða neðar á síðunni í upplýsingum um skipið. 

Herbergi:

Lower Deck Porthole: $12,995 á mann
Single porthole: $19,995 á mann
French Balcony: $14,495 á mann
Balcony Stateroom: $15,495 á mann
Balcony Suite: $17,995 á mann
Junior Balcony Suite: $20,995 á mann
Premium Balcony Suite: $21,995 á mann

Afþreyingarmöguleikar:


Fjallaskíðun - $2,200 á mann 
Sjókayak - $1,600 á mann
Snjóþrúgu og gönguferðir - $1000 á mann
Jöklagöngur $750 á mann

Innifalið

  • 3 nætur fyrir siglingu á hóteli í Ushuaia, Argentínu. Innifalið með herberginu er morgunmatur og einn sameiginlegur kvöldverður. 
  • Flutningur upp til Martial í jökla- og sprungubjörgunarþjálfun báða daga.
  • Flutningur til/frá hóteli  á og frá höfninni í upphafi og enda siglingar. 
  • 9 dagar um borð í skipinu. 
  • Allar máltíðir og fjögra rétta kvöldverðir. 
  • Fyrsta flokks þjónusta áhafnar. 
  • Zodiac siglingar í og eftir skíðun og skoðunarferðir. 
  • Afnot af heitum pottum á þilfari og öllum þægindum um borð. 
  • Fyrirlestrar sérfræðinga um borð. 
  • Í lok siglingar fá allir ferðalangar skírteini að hafa komið á suðurskautsland ásamt öllum myndum úr ferðinni. 
  • Afnot af vetrarstígvélum fyrir allar gönguferðir í landi.

Ekki innifalið

  • Flug til og frá Ushuaia. 
  • Vegabréfsáritanir og annar tilfallandi kostnaður við ferðalög til og frá Ushuaia. 
  • Skíðabúnaður. 
  • Matur í Ushuaia fyrir og eftir ferð fyrir utan morgunmat á hóteli og sameiginlegan kvöldverð fyrir brottför. 
  • Ferða- og slysatryggingar (það eru allir farþegar skyldugir til að vera með björgunartryggingar sem tryggja brottflutning vegna slysa og mögulegra heilsuvandamála)
  • Kostnaður vegna farangurskostnaðar til og frá Ushuaia.
  • Um borð er í boði þvottaþjónusta sem er ekki innifalið í verði. 
  • Allur kostnaður á barnum. 
  • Notkun á gervihnattasíma og interneti. 
  • Þjórfé í lok ferðar.

FERÐAÁÆTLUN

Athugið að hér er eingöngu um grófa dagskrá að ræða og aðstæður og veðurfar mun líklega hafa áhrif dag frá degi. 

DAGUR 1

Komudagur til Ushuaia Argentínu. Afslöppun og skoðunarferð um borgina, fyrsta nótt á hóteli. 

DAGUR 2

Haldið upp í Martial þar sem farið verður í sprungubjörgun og almenna ferðatilhögun á jöklum í línu. Hópurinn hittist á barnum um kvöldið og kynnist. Önnur nótt á hóteli í Ushuaia. 

DAGUR 3

Skíðadagur í Argentínu, haldið upp að Martial jöklinum og skerpt á sprungubjörgun ef þörf er á og skíðað. 

DAGUR 4

Allir um borð! Dagurinn fer í að koma sér fyrir um borð, fræðast um neyðaráætlun um borð og skoða sig um áður en haldið er af stað niður Beagle sundið. 

DAGAR 5&6 

Yfirferðin á Drake hefur upp á margt að bjóða, hér synda búrhvalir, hnúfubakar, langreyðar og háhyrningar meðal annara og albatrosinn svífur yfir og fylgir okkur suður á boginn. 

 

 

DAGUR 7

Fyrsti skíðadagurinn. Hér komum við til Neko hafnar eða Anvers og Wenke eyju þar sem nóg er af tindum ásamt mörgæsum og öðru framandi dýralífi til skoðunar.

DAGUR 8

Lending út af Ronge eða Mt. Britannia. Georges Point skoðað og skíðað í nágrenni við Paradise Bay.

DAGUR 9

Lemaire sundið er stórfenglegt. Skíðaður er fallegur tindur með ólýsanlegt útsýni yfir sundið og möguleiki að skoða Úkraenska rannsóknarstöð. 

DAGUR 10

Siglingin heldur áfram og við lendum við Charlotte Bay. Fjöldinn allur af skíðamöguleikum í boði. 

DAGAR 11&12

Siglingin Norður hefst en á leiðinni horfir maður öðrum augum á hvítu heimsálfuna og sér jafnvel glitta í skíðalínurnar okkar á meðan við dreymum um alla þá tinda sem eftir eru óskíðaðir. Hér gefst okkur líka tækifæri til að synda í suðurskautshafi áður en haldið er út á opið hafið heim á leið. 

DAGUR 13

Um miðjan dag er komið í höfn í Ushuaia og hefst ferðalagið heim á leið eða á vit næstu ævintýra. 

 

Fyrirspurnir

UPPLÝSINGAR UM SKIPIÐ

Ocean Diamond

Ocean Diamond er lúxus einu orði sagt og öll aðstaða framar væntingum. Herbergin eru stór og þæginleg með einka baðherbergi, sturtu og glugga til að njóta útsýnisins alla ferðina. Skipið rúmar 189 gesti og er með 144 manna áhöfn, hér er líkamsræktarsalur og tveir heitir pottar á þilfarinu. Þæginleg setustofa og bókasafn til afnota alla ferðina. 

Matur

Borðstofan er umkringd gluggum til allra átta og áhöfnin sér til þess að þjóna til borðs kræsingum af bestu sort. Í borðstofunni er boðið upp á snarl og heita drykki allan sólarhringinn og barinn er opinn fram á kvöld. Morgun- og hádegismatur er hlaðborð en kvöldmaturinn er diskaður og fjögra rétta og hægt að sníða að þörfum hvort sem er um mataróþol, venjur eða ofnæmi er að ræða. 

Herbergi

Vinsamlega skoðið pdf skjalið í hlekknum til að skoða og velja herbergi. 

Ocean Diamond pdf