Fara í efni
FJÖLDI
4 Gestir í fyrstu ferð 5 Gestir í aðrar ferðir
BREKKUR
Allt frá löngum aflíðandi brekkum og jöklum til brattra gilja
FALLHÆÐ/KLIFUR
Mögulegt að lenda á toppum í 1200-1400 metra hæð
GISTING
Engin gisting innifalin

þyrluknúin fjallaskíðun

Bergmenn hafa undanfarna tvo áratugi boðið upp á  fjallaskíðaferðir á Tröllaskaga. Nú í dag er svo komið að Tröllaskaginn er orðin heimsþekktur viðkomustaður fjallaskíðafólks víðsvegar að úr heiminum. Tækifærin til skíðunnar eru ótæmandi með hundruðum brekkna með fallhæð allt að 1500m sem er eins gott og það gerist á heimsvísu. Með aðstoð þyrlu opnast gríðarlega umfangsmikið svæði sem eðlilega er vel utan alfararleiðar og Bergmenn hafa í gegnum tíðina búið til fjölmargar þveranir sem henta mismunandi hópum og enda allar aftur á byrjunarreit. 
Skíðatímabilið á Tröllaskaganum hefst formlega um miðjan febrúar og vertíðin endar í lok júní í meðalári með almennt frábæru vorskíðafæri og heilsusamlegum skammti af góðum púður dögum. Hér eru brekkur við allra hæfi, allt frá bröttustu giljum til víðáttimikilla hvilftarjökla.

2023 Dagsetningar & Verð

Við bjóðum upp á toppaskutl flesta daga, frá miðjum febrúar til loka júní, þegar veður leyfir. Verðið miðast við flugtíma þyrlunnar og er rukkað per mínútu miðað við 3.300 EUR á klukkutíma, en ótalmargir möguleikar eru til skíðunar innan 20 mínútna flugs frá Klængshóli. Þyrlan tekur 4 gesti í fyrsta holl og er því, miðað við 20 mínútna flug samtals báðar leiðir, hægt að reikna með að kostnaður á mann sé um 275EUR.

Við getum komið töluverðum fjölda fólks upp til toppa ef um stærri hópa er að ræða en þá tökum við 4 gesti í fyrsta flug og svo 5 gesti eftir það en fyrsta flugið telur alltaf með okkar leiðsögumann innanborðs sem sér um að koma fólki úr þyrlunni og taka á móti næstu hópum ásamt öllu öryggi og samskiptum við flugmann á meðan á ferjun hópsins stendur.  Leiðsögumaður fer svo til baka með seinasta flugi og vert að taka fram að toppaskutl er ekki leiðsögð ferð nema um annað samið. 

Hafa skal í huga að það eru margar breytur sem geta orsakað röskun á toppaskutli og alltaf gott að hafa önnur skíðaáform í huga ef til frestunar eða aflýsingar fluga kemur. Leiðsögumenn Bergmanna geta leiðbeint hópstjóra um möguleg áform um leiðir og þveranir en engin ábyrgð er tekin á mögulegum útkomum hópsins þegar á fjalla er komið enda ekki um leiðsögn að ræða heldur flugþjónustu í þessu tilfelli.

Vinsamlega hafið samband við okkur eða sendið okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar.   

INNIFALIÐ Í VERÐI

  • Kennsla í þyrluöruggi
  • Þjónusta faglærðs fjallaleiðsögumanns en einn af leiðsögumönnum okkar mun alltaf fara með fyrsta hóp upp og sjá um að koma fólki og búnaði í og úr þyrlunni. 
  • Þjónusta annars starfsmanns sem sér um að hlaða fólki og búnaði í þyrlu á upphafsreit. 
  • Þyrla og flugmaður ásamt öllum fyrstu hjálpar- og öryggisbúnaði sem er um borð. 

EKKI INNIFALIÐ Í VERÐI

  • Akstur til og frá Klængshóli eða öðrum umsömdum upphafsstað. 
  • Afnot af aðstöðu á Klængshóli eða öðrum umsömdum upphafsstað. 
  • Flugtími: Hægt er að gera grófa áætlun um kostnað vegna flugtíma en hafa ber í huga að ef veðuraðstæður breytast getur það haft áhrif á flugtíma. Ef flugtími eykst er hann gerður upp í lok ferðar. 
  • Skíðastrappar. 
  • Þyrlusókn: Ekki er gert ráð fyrir að hópar séu sóttir af þyrlu. Ef upp kemur tilfelli sem þess er þörf reynum við að verða við því en það er ekki þjónusta sem við bjóðum upp á og getum ekki ábyrgst. 
  • Bílasókn: Ekki er gert ráð fyrir að hópar séu sóttir í lok ferðar, vinsamlegast gerið ráðstafanir ef þið ætlið að enda ferðina annarsstaðar en á sama stað og hún hófst. 

 

FERÐAÁÆTLUN

Athugið: Nauðsynlegt er að bóka og skipuleggja toppaskutl fyrirfram  með skrifstofunni okkar, við tökum ekki við hópum sem hafa ekki bókað. 

Vinsamlega farið vandlega yfir listann:

  • Eftir að búið er að bóka toppaskutl er mikilvægt að hringja í okkur kvöldið áður og/eða morguninn fyrir flugið. 
  • Mikilvægt er að allir í hópnum séu mættir fyrir áætlaðan brottfarartíma. Vinsamlegast áætlið í það minnsta 30 mínútur til að taka saman búnað og annað fyrir áætlaðan mætingartíma. 
  • Starfsmaður mun hitta ykkur á staðnum og leiðbeina ykkur í bílastæði. Það er nauðsynlegt að hitta á starfsmann áður en búnaður er tekinn úr bílum.
  • Ráðlagt er að hópurinn fari vandlega yfir allan búnað áður en mætt er á staðinn og eins að farið sé yfir allan búnað áður en þyrluþjálfun hefst. Lítill tími gefst til vandamála eftir að þjálfun líkur. 
  • MIkilvægt er að öll skíði séu bundin saman með strappa og eins skíðastafir. Best er ef skíðastafir eru allir bundnir saman fyrir hvern hóp fyrir sig.
  • Allir bakpokar fara í körfuna utan á þyrlunni og mikilvægt að ísaxir og broddar séu aðskildir eða inni í bakpokanum. 
  • Leiðtogi hópsins ætti að gera ráð fyrir að vera í fyrsta flugi ef um marga hópa er að ræða, eins er mikilvægt að vera búinn að gera ráðstafanir fyrir seinni hópa ef upp kemur sú staða að eingöngu sé hægt að flytja hluta hópsins á áfangastað. 
  • Þegar hópurinn er tilbúinn mun starfsmaður leiðbeina öllum að þyrlunni fyrir öryggisfyrirlestur áður en haldið er af stað. Mikilvægt er að allir séu á staðnum og fylgist með.
  • Vinsamlega athugið að ef seinkun verður á komu hópsins þá getum við ekki ábyrgst að hægt verði að halda áætlun og allar líkur á að hætt verði við flugtak. 
  • Mikilvægt er að hópar séu alltaf með varaáætlun ef ekki er hægt að fljúga.
  • Vinsamlega athugið að við erum ekki með salerni til afnota á staðnum.

 

Leiðbeiningar á Klængshól