Fara í efni

Gerðu það sem þú vilt með þeim sem þú vilt

Bergmenn bjóða uppá sérsniðin fagnámskeið, kennslu og ráðgjöf á sviði fjallaleiðsagnar, björgunar, fjallamennsku og í rekstri fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu. Einkaleiðsögn og námskeið eru kjörin fyrir vinahópa eða einstaklinga sem vilja vera út af fyrir sig.

Bergmenn sérhæfa sig í sérsniðnum fjallaferðum meðal annars á Íslandi, Grænlandi, Evrópsku Ölpunum, Japan, Svalbarða, Síberíu, Suður- og Norður Ameríku svo eitthvað sé nefnt. 

Bergmenn bjóða einnig uppá fagnámskeið, kennslu og ráðgjöf á sviði fjallaleiðsagnar, björgunar, fjallamennsku og í rekstri fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu. Bergmenn eru eina fyrirtækið á Íslandi sem bíður uppá þjónustu faglærðra sérfræðinga á þessu sviði. Ef þú ert að leita að sérsniðnu námskeiði fyrir fyrirtæki, vinahóp eða félagasamtök skaltu senda okkur fyrirspurn og við útbúum það sem þig vantar.

Allar ferðirnar og námskeiðin sem kynnt eru á heimasíðunni geta verið sérsniðnar að þínum eða þörfum hóps hvað varðar dagsetningar og lengd ferðar, oftast án nokkurs auka kostnaðar fyrir þig. Við bjóðum einnig góða afslætti og tilboð til þeirra sem koma með heila hópa í ferð með okkur.

Ef þú ert á höttunum eftir faglærðum og alþjóðlega viðurkenndum fjallaleiðsögumanni eru Bergmenn til þjónustu reiðubúnir.


EINKALEIÐSÖGN VERÐ

Verðin eiga  við um ferðir á Íslandi og innifela eingöngu kostnað við leiðsögumann á dag. 

  • 1 gestur: 70,000 ISK á mann á dag
  • 2 gestir: 45,000 ISK á mann á dag
  • 3 gestir: 35,000 ISK á mann á dag
  • 4-8 gestir: 125,000 á dag

Sendu okkur fyrirspurn og segðu okkur hvert þú villt fara og við gerum draumaferðina þína að veruleika.

Fyrirspurn


Eftirfarandi fyrirtæki, samtök og stofnanir hafa nýtt sér krafta Bergmanna: