Fara í efni
FJÖLDI
Lágmark 3 Hámark 8
BREKKUR
Allt frá löngum aflíðandi brekkum til brattra gilja
FALLHÆÐ/KLIFUR
Meðaltalsdagur 1000-1800 metrar 1-3 bunur á dag
GISTING
Sigló Hótel Siglufirði

Siglufjörður - Fjallaskíðaferð

Siglufjörður er flestum landsmönnum vel kunnugur sem nýtilkomið aðdráttarafl á Tröllaskagann. Heillandi bær í stórbrotnu landslagi. Við gistum á Sigló Hótel og innan seilingar eru brekkur og tindar við allra hæfi.

Þeir sem hafa ekki notið þess enn að gista á Sigló Hótel munu brátt sjá að hér er um að ræða eitt besta hótel sem norðurland hefur yfir að búa. Öll herbergi eru með frábært útsýni yfir fjalladýrðina, fjörðinn eða höfnina og ekki skemmir fyrir kyrrðin, aðstaðan og maturinn. Á hótelinu eru öll herbergi rýflega stór og með öllum helstu þægindum, sauna, heitur pottur og kaldur sjórinn bíða svo lúinna vöðva við heimkomu í lok dags á meðan skíðin og búnaðurinn þorna í búnaðargeymslu og þurrkaðstöðu hótelsins.

Siglufjörður bíður upp á ansi marga afþreyinga möguleika að auki við fjallaskíðun og má þar nefna skíðasvæðið sem er í 5 mínútna aksturfjarlægð, gönguskíðasvæði, sjóstöng, gönguferðir, hesta og hjólaferðir svo ekki sé minnst á Síldarminjasafnið og höfuðstöðvar Seguls brugghúss svo ef ætlunin er að koma með alla fjölskylduna meðferðis í skíðaferð þá er varla hægt að velja betri staðsetningu en fyrrum höfuðborg síldarvinnslunnar.

2023 Dagsetningar

Vinsamlegast hafið samband varðandi mögulegar dagsetningar og frekari upplýsingar. 

Fyrirspurnir

INNIFALIÐ Í VERÐI

 • Akstur milli Akureyrar og gistingar ef þörf er á.
 • Akstur á meðan á ferð stendur milli skíðastaða.
 • Gisting í uppbúnum rúmum í Standard tveggja manna herbergjum.
 • Aðgangur að sundlaugum á meðan á ferðinni stendur.
 • Afnot af heitum potti og gufubaði á staðnum.
 • Allur matur frá kvöldverði á fyrsta degi til hádegisverðar á síðasta degi ásamt nesti og snarli yfir daginn.
 • Leiðsögn einu faglærðu fjallaleiðsögumanna landsins
 • Flutningur á milli staða á meðan á dvöl stendur.
 • Samskipta og björgunarbúnaður ( Þetta á ekki við um snjóflóðaýlir, skóflu og stöng)
 • Kostnaður vegna veðurs ef skíðun er ekki í boði, hvalaskoðun, sjóstöng, heitar laugar og menningarferðir.
 • Lán á mannbroddum og jöklabúnaði þegar við á.

EKKI INNIFALIÐ Í VERÐI

 • Akstur milli Reykjavíkur og Akureyrar fyrir eða eftir ferð.
 • Leiga á útbúnaði öðrum en ofangreindum.
 • Áfengir drykkir
 • Slysa- og ferðatryggingar
 • Ferjutími af þyrlu ef ákveðið er að nota þann möguleika við upphaf skíðadags.

FERÐAÁÆTLUN

KOMUDAGUR

Hópurinn er sóttur á Akureyri og fluttur til Siglufjarðar ef þess er óskað annars hittumst við á Sigló Hótel. Akstur frá Akureyri er um 1 ¼ klst. Þegar allir eru komnir á hótelið og samankomin er farið yfir áætlanir komandi daga og almennar ráðagerðir með leiðsögumanninum þar sem kostur gefst á að fara yfir útbúnaðinn og gera allt klárt fyrir fyrsta skíðadaginn eða skreppa í stutta kvöldgöngu í stórkostlegri náttúru Tröllaskagans fyrir kvöldmat.

DAGUR 1

Eftir góða viðdvöl við morgunverðarborðið er haldið til fjalla. Á þessum fyrsta skíðadegi er tekin ítarleg snjóflóðaæfing þar sem allir fá að prófa snjóflóðaýlana og farið er yfir grunnatriði í mati á snjóflóðahættu og björgun úr snjóflóðum áður en haldið er á fjall. Héðinsfjörður verður gjarnan fyrir valinu fyrsta daginn enda mjög hentugur áfangastaður með ótal möguleika á rennsli en ótal fjöldi möguleikra staða til fjallaskíðunar eru í boði dag hvern og leiðsögumaður mun velja brekkur, firði og dali eftir aðstæðum og hópnum hverju sinni.. Heitir pottar, kaldur sjór og drykkir í lok dags fyrir þá sem vilja. Meðal dagur telur venjulega milli 1000-1800 metra af rennsli en fer eftir getu og þoli hópsins og veðri hverju sinni.

DAGUR 2-3 (4-5)

Það eru aftur ótal valmöguleikar í boði dag hvern en sumir staðir verða oftar fyrir valinu en aðrir af góðum ástæðum.Það eru til dæmis ekki margir staðir á láglendi á Íslandi þar sem að hægt er að skíða nánast allan ársins hring, en Karlsárdalur er einn af þeim. Þessi gríðarlega snjóakista er eins og hönnuð fyrir fjallaskíðafólk með óteljandi brekkum af öllum stærðum og gerðum.

Uppáhald okkar erlendu gesta er gjarnan Múlakolla með sínu stórkostlega útsýni á haf út og til Grímseyjar. Göngin frá Dalvík til Ólafsfjarðar liggja í gegnum Múlakollu og þar eru brekkur við allra hæfi.

Gljúfurárjökull í Skíðadal er stærsti hvilftarjökull Tröllaskagans og jafnframt stórkostleg skíðabrekka. Fátt jafnast á við útsýni og víðáttur hásléttunnar milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar þar sem ógrynni tinda rísa upp úr jökulþekjunni.

DAGUR 4 EÐA 6 (BROTTFARARDAGUR)

Einhverntíma verða öll ævintýri að enda, en þó ekki fyrr en síðustu fallmetrarnir hafa verið skíðaðir og síðasti tindur vikunnar sigraður. Við höldum heim á leið með þreytta leggi og bros á vor með plön fyrir næsta fjallaskíðaævintýri í kollinum.

 

FYRIRSPURNIR

BÚNAÐARLISTI

FATNAÐUR

 • Vind og vatnsheldur jakki með öndun (Gore Tex eða sambærilegt)
 • Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex eða sambærilegt)
 • Soft Shell eða flís jakki (Valkvætt)
 • Soft Shell buxur (Valkvætt)
 • Nærföt síðar/langerma (ull eða gerfiefni)
 • Léttur dún eða fíber jakki
 • Flís- eða ullarpeysa
 • Hanskar (2 pör, þykkir, þunnir)
 • Skíðasokkar (ull eða gerviefni)
 • Húfa
 • Sundföt
 • Almennur fatnaður, bæjarferð, kvöldmatur.
 • Gönguskór/vetrarstígvél sérstaklega yfir veturinn.

SMÁHLUTIR

 • Sólaráburður á andlit og varir
 • Sólgeraugu
 • Lítil sjúkrataska (hælsærisplástrar og annað persónulegt sjúkradót)
 • Varahlutir og viðgerðir - Gott er að eiga og koma með varahluti í ykkar bindingar og skó. Leiðsögumaður ber almennan viðgerðabúnað.
 • Vatnsflaska og/eða hitabrúsi, 1-2 lítrar
 • Myndavél
 • Persónuleg drykkjarföng af sterkari gerðinni fyrir þá sem vilja
 • Tannbursti og nauðsynlegt snyrtidót

SKÍÐA- OG BRETTABÚNAÐUR

 • Fjallaskíðaskór / Snjóbrettaskór
 • Skíði (Fjallaskíði, Telemark eða split board) Mælum með 95-120mm miðjumáli
 • Skinn
 • Skíðabroddar (Nauðsynlegt!!)
 • Skíðastafir (Helst stillanlegir, snjóbrettafólk ætti að bera þrískipta stafi)
 • Skíðastrappar – Notaðir til að festa skíði þegar borið er á bakinu
 • Snjóflóðaýlir
 • Snjóflóðastöng (240cm eða stærri)
 • Skófla
 • Bakpoki 30-40 lítra með skíðafestingum
 • Skíðagleraugu
 • Hjálmur (Valkvætt)

 

Mælt er með því að hver og enn taki með sér sinn eigin fjallaskíðabúnað og er sérlega mikilvægt að hafa með sér sína eigin fjallaskíðaklossa.

Bergmenn bjóða upp á fjallaskíða- og snjóflóðaútbúnað til leigu á góðu verði. Um er að ræða nýjustu Völkl skíðin, Dalbello skó og Pieps snjóflóðaútbúnað. Hafðu samband og við græjum fyrir þig allt sem þarf.

Við viljum einnig benda á Fjallakofann fyrir þá sem vilja festa kaup á græjum, en þar er mesta úrval útbúnaðar og besta þekkingin á þessu sviði hér á Fróni.

Sækja búnaðarlista