Fara í efni
FJÖLDI
Lágmarksfjöldi 3 Hámark 6 gestir per leiðsögumann
Brekkur
Allt frá löngum aflíðandi brekkum til brattra gilja
FALLHÆÐ/KLIFUR
Meðaltals dagur 800-1800 metrar 1-3 bunur á dag
GISTING
Mjóeyri á Eskifirði

AUSTFIRÐIR - FJALLASKÍÐAFERÐ

Í þessari 6 daga ferð beinum við sjónum okkar að Austfjörðum. Austfirðir eru mögulega minna þekktir meðal fjallaskíðafólks en gefa þó Tröllaskaganum lítið eftir og bjóða upp á ótal spennandi möguleika fyrir fjallaskíðaunnendur sem vilja kanna nýjar slóðir og njóta friðsemdarinnar um hin fáförnu fjalllendi Austfjarða. 

Þegar komið er á gististað er óhjákvæmilegt annað ef að finna fyrir yfirþyrmandi hugarró. Heimilisfólkið tekur á móti okkur með opnum örmum og ef þetta er þín fyrsta heimsókn þá veistu að þú munt koma aftur. Mjóeyri er staðurinn og hingað er einfaldlega ekki hægt að koma bara einusinni.

Í þessari 6 daga ferð beinum við sjónum okkar að Austfjörðum. Austfirðir eru mögulega minna þekktir meðal fjallaskíðamanna en gefa þó Tröllaskaganum lítið eftir og bjóða upp á ótal spennandi möguleika fyrir fjallaskíðaunnendur sem vilja kanna nýjar slóðir og njóta friðsemdarinnar um hin fáförnu fjalllendi Austfjarða.

Húsin á Mjóeyri fara ekki framhjá neinum þegar rennt er í hlað en það er eins og þau hafi alltaf verið þar og hafi alltaf átt að vera og aðstaðan er til fyrirmyndar, hér eru uppbúin rúm, gufubað og heitur pottur sem endurnærir líkama og sál eftir langan dag á fjöllum. Sjórinn sér svo um að kæla okkur þess á milli úr pottinum sem við ræðum daginn, næstu daga eða skipuleggjum næstu ferðir.

Maturinn dregur ekki úr gæðum ferðarinnar heldur þvert á móti færir hana upp á annað plan og á kvöldin njótum við gestrisninnar og sögusagna heimamanna á Mjóeyri og gæðum okkur á ljúffengum máltíðum sem bornar eru á borð í hinu sögufræga og skemmtilega Randulffssjóhúsi.

2023 Dagsetningar & Verð

6 daGA
FERð
441.650 ISK

febrúar & mars
LOD-01 Feb 17-23
LOD-02 Feb 23-Mars 1
LOD-03 Mars 1-7
LOD-04 Mars 7-13
LOD-05 Mars 13-19
LOD-06 Mars 19-25
LOD-07 Mars 25-31
Apríl 
LOD-08 Mars 31-Apríl 6
LOD-09 Apríl 6-12
LOD-10 Apríl 12-18
LOD-11 Apríl 18-24
LOD-12 Apríl 24-30

Innifalið

  • Akstur milli Egilsstaðaflugvallar og gistingar ef þörf er á.
  • Akstur á meðan á ferð stendur milli skíðastaða.
  • Gisting í uppbúnum rúmum í tveggja manna húsum (ef óskað er eftir að hafa hús útaf fyrir einn er kostnaður 10.000 ISK per nótt.
  • Aðgangur að sundlaugum á meðan á ferðinni stendur.
  • Afnot af heitum potti og gufubaði á staðnum.
  • Allur matur frá kvöldverði á fyrsta degi til hádegisverðar á síðasta degi ásamt nesti og snarli yfir daginn.
  • Leiðsögn einu faglærðu fjallaleiðsögumanna landsins
  • Flutningur á milli staða á meðan á dvöl stendur.
  • Samskipta og björgunarbúnaður ( Þetta á ekki við um snjóflóðaýlir, skóflu og stöng)
  • Kostnaður vegna veðurs ef skíðun er ekki í boði, hvalaskoðun, sjóstöng, heitar laugar og menningarferðir.
  • Lán á mannbroddum og jöklabúnaði þegar við á.
  • Leiga á mannbroddum og jöklabúnað

Ekki innifalið

  • Akstur milli Reykjavíkur og Akureyrar fyrir eða eftir ferð.
  • Leiga á útbúnaði öðrum en ofangreindum.
  • Áfengir drykkir
  • Slysa- og ferðatryggingar

FERÐAÁÆTLUN

KOMUDAGUR

Koma á Austfirði síðdegis til skrafs og ráðagerða með leiðsögumanninum. Eftir ljúffengan kvöldverð gefst kostur á að fara yfir útbúnaðinn og gera allt klárt fyrir fyrsta skíðadaginn eða skreppa í stutta kvöldgöngu, sjósund, heita pottinn og/eða gufubað á Mjóeyri

DAGUR 1

Eftir góða viðdvöl við morgunverðarborðið er smurt nesti, sett á brúsa og haldið til fjalla. Á þessum fyrsta skíðadegi er tekin ítarleg snjóflóðaæfing þar sem allir fá að prófa snjóflóðaýlana og farið er yfir grunnatriði í mati á snjóflóðahættu og björgun úr snjóflóðum áður en haldið er á fjall. Á austfjörðum eru ótal mögulegra áfangastaða í boði dag hvern og leiðsögumaður mun velja brekkur, firði og dali eftir aðstæðum og hópnum hverju sinni. Heitir pottar, kaldur sjór og drykkir í lok dags fyrir þá sem vilja. Meðal dagur telur venjulega milli 1000-1800 metra af rennsli en fer eftir getu og þoli hópsins og veðri hverju sinni.

DAGUR 2-6

Í ferðinni munum við skinna og skíða hina ýmsu tinda Austfjarða og uppgötva það sem þetta stórkostlega svæði hefur upp á að bjóða. Í lok hvers dags býðst okkur tækifæri til þess að dýfa okkur í sund eða slaka á með kaldan drykk í faðmi fjallanna.

DAGUR 7 (BROTTFARARDAGUR)

Einhverntíma verða öll ævintýri að enda, en þó ekki fyrr en síðustu fallmetrarnir hafa verið skíðaðir og síðasti tindur vikunnar sigraður. Við höldum heim á leið með þreytta leggi og bros á vor með plön fyrir næsta fjallaskíðaævintýri í kollinum.

 

FYRIRSPURNIR

ÚTBÚNAÐARLISTI

  • FATNAÐUR

    • Vind og vatnsheldur jakki með öndun (Gore Tex eða sambærilegt)
    • Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex eða sambærilegt)
    • Soft Shell eða flís jakki (Valkvætt)
    • Soft Shell buxur (Valkvætt)
    • Nærföt síðar/langerma (ull eða gerfiefni)
    • Léttur dún eða fíber jakki
    • Flís- eða ullarpeysa
    • Hanskar (2 pör, þykkir, þunnir)
    • Skíðasokkar (ull eða gerviefni)
    • Húfa
    • Sundföt
    • Almennur fatnaður, bæjarferð, kvöldmatur.
    • Gönguskór/vetrarstígvél sérstaklega yfir veturinn.

SMÁHLUTIR

  • Sólaráburður á andlit og varir
  • Sólgeraugu
  • Lítil sjúkrataska (hælsærisplástrar og annað persónulegt sjúkradót)
  • Varahlutir og viðgerðir - Gott er að eiga og koma með varahluti í ykkar bindingar og skó. Leiðsögumaður ber almennan viðgerðabúnað.
  • Vatnsflaska og/eða hitabrúsi, 1-2 lítrar
  • Myndavél
  • Persónuleg drykkjarföng af sterkari gerðinni fyrir þá sem vilja
  • Tannbursti og nauðsynlegt snyrtidót

SKÍÐA- OG BRETTABÚNAÐUR

  • Fjallaskíðaskór / Snjóbrettaskór
  • Skíði (Fjallaskíði, Telemark eða split board) Mælum með 95-120mm miðjumáli
  • Skinn
  • Skíðabroddar (Nauðsynlegt!!)
  • Skíðastafir (Helst stillanlegir, snjóbrettafólk ætti að bera þrískipta stafi)
  • Skíðastrappar – Notaðir til að festa skíði þegar borið er á bakinu
  • Snjóflóðaýlir
  • Snjóflóðastöng (240cm eða stærri)
  • Skófla
  • Bakpoki 30-40 lítra með skíðafestingum
  • Skíðagleraugu
  • Hjálmur (Valkvætt)
Mælt er með því að hver og enn taki með sér sinn eigin fjallaskíðabúnað og er sérlega mikilvægt að hafa með sér sína eigin fjallaskíðaklossa.
Bergmenn bjóða þó upp á allan fjallaskíða- og snjóflóðaútbúnað til leigu á góðu verði. Um er að ræða skíði frá Völkl, Dalbello skó og Pieps snjóflóðaútbúnað. Hafðu samband og við græjum fyrir þig allt sem þarf.

Við viljum einnig benda á Fjallakofann fyrir þá sem vilja festa kaup á græjum.

 

SÆKJA BÚNAÐARLISTA