Staðsetningin og aðstaðan á Karlsá er sniðin að þörfum fjallaskíðafólks. Héðan er haldið beint á fjöll frá bæjardyrunum og þegar heim er komið er fátt betra en að njóta útsýnisins yfir Eyjafjörðinn og Látraströndina úr heita pottinum eða skella sér í gufu fyrir kvöldmat.