Fara í efni

Þekkir þú einhvern sem talar ekki um annað en hvað það er orðið tímabært að skella sér á snjóflóða- eða fjallaskíðanámskeið, hvað það væri sniðugt að fara á fjallaskíði eða dreymir jafnvel stanslaust um þyrluskíðun. Nú er tækifæri til að þagga niður í viðkomandi og losna við rausið með því að gefa þeim gjafabréf.   

Síðastliðin 18 ár hafa Bergmenn sérhæft sig í fjallaskíðaferðum á Tröllaskaga og nú í dag er svo komið að Tröllaskaginn er orðin heimsþekktur viðkomustaður fjallaskíðafólks víðsvegar að úr heiminum. Bergmenn bjóða einnig uppá þyrluskíðaferðir á Tröllaskaganum þar sem tækifærin til skíðunnar eru ótæmandi með hundruðum brekkna með fallhæð allt að 1500m sem er eins gott og það gerist á heimsvísu.

Við byrjum að skíða á Tröllaskaganum um miðjan febrúar og vertíðin endist fram í lok júní í venjulegu ári með almennt frábæru vorskíðafæri og heilbrigðu magni af góðum púður dögum. 

Hafðu samband við okkur og við útbúum fullkomnu gjöfina fyrir þig.

hafa samband