Bergmenn eru eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í fjallaleiðsögn eingöngu. Bergmenn eru einnig eina fyrirtækið á Íslandi sem bíður uppá þjónustu alþjóðlega faglærðra fjallaleiðsögumanna. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður er stofnandi og aðal eigandi Bergmanna en hann nýtur aðstoðar og krafta fjölda faglærðra fjallaleiðsögumanna víðsvegar að úr heiminum. Bergmenn bjóða uppá fjölbeyttar fjallaferðir á Íslandi, Grænlandi og Ölpunum ásamt því að starfa sem leiðsögumenn um allan heim. Á Íslandi sérhæfa Bergmenn sig í fjallaskíðaferðum, þyrlu skíðun, fjallgöngum og klifri hverskonar. Þjónusta Bergmanna er sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar sem þíðir að þú þarft ekki að bíða eftir að draumaferðin þín sé á dagskrá heldur hefur þú samband og við gerum hana að veruleika þegar þér hentar.