Fara í efni
FJÖLDI
Upp að 8 manns per leiðsögumann
BREKKUR
Fjöll og brekkur valdar við hæfi hópsins
FALLHÆÐ/KLIFUR
Meðaltals dagur 1200 metrar
GISTING
Blanda af hótelum og Japönskum Ryokan Onsen

Bergmenn hafa nú í rúman áratug ferðast árlega til Japan og það er fátt annað að segja um þær upplifanir en að þessi ferð í heild sinni er eins nálægt fullkomnun og nokkurn þorir að vænta. Við höfum frá upphafi unnið með reyndasta skíðaleiðsögu- og heimamanni sem Japan á, góðvini okkar honum Hiro San, sem sér um að velja með okkur tinda og skíðalínur dagsins ásamt því að tryggja að engin menningarleg eða tungumála upplifun missir marks. Tímabilið er frá byrjun Janúar og fram í miðjan Febrúar. 

Dagsetningar & Verð

Við bjóðum upp á ferðir til Japan frá enda desember til loka febrúar. Vinasamlega hafið samband fyrir frekari upplýsingar. 

fyrirspurnir

Innifalið í verði

  • Allur akstur milli staða á meðan á ferðinni stendur ásamt akstri til og frá flugvelli við upphaf og í lok ferðar.
  • Leiðsögn faglærðs skíðaleiðsögumanns ásamt aðstoðarleiðsögumanni.
  • Gisting í uppbúnum rúmum, miðast við tveggja manna herbergi. 
  • Morgun-, og kvöldmatur. 
  • Skíðapassar þá daga sem notast er við skíðasvæðin. 

ekki innifalið í verði

  • Flug til og frá Sapporo/Chitose
  • Hádegismatur og skíðasnarl (við stoppum eftir þörfum í verslun og fyllum á nestisbyrgðir)
  • Drykkir
  • Ferða- og slysatryggingar

Dagskrá

KOMUDAGUR

Við komu til Sapporo/Chitose flugvallar taka leiðsögumenn á móti hópnum og héðan erum við flutt á fyrsta gististað okkar. Á leiðinni, ef ekki fyrr, áttar maður sig fljótt á því að hér er enska ekki í hávegum höfð og flestir sem skilja mann eru saman komnir í einum og sama bílnum. Við byrjum rólega og eftir stuttan akstur á hóteli í miðbæ Sapporo förum við yfir búnaðinn með leiðsögumanni og stillum okkur af á tímabeltið í undirbúningi fyrir komandi viku og snæðum fyrsta kvöldverðinn saman.  

DAGUR 1

Dagurinn er tekinn snemma og við höldum af stað úr borginni tilbúin á skíði. Stefnan er tekin á suðurhluta Hokkaido en á leiðinni stoppum við og teygjum úr okkur, förum yfir snjóflóðabúnaðinn og tökum nokkrar vel valdar bunur í  japönsku púðri. Eftir góðan dag á skíðum höldum við áfram förinni á fyrsta fjallahótelið (Ryokan) okkar og látum líða úr okkur átök dagsins í japanskri náttúrulaug (onsen). Við erum hér í námunda við  Niseko sem er stærsta skíðasvæði eyjunnar og með endalausa fjallaskíðamöguleika.  

DAY 2

Nú er kominn tími til að taka á því og við byrjum á að skoða okkur um baklandið við Niseko skíðasvæðið. Hér er tilvalið að nýta lyfturnar upp svo leggirnir dugi allan daginn við púðurskíðun. Eftir átök dagsins er bara að skella sér í onsen og kvöldmat og skipuleggja næstu púðurveislu.   

DAY 3

Nú ætti ferðaþreyta að vera að mestu úr sögunni og ekki seinna vænna því stefnan er tekin á topp Yotei fjalls. Yotei er eldfjall og oftast kallað Fuji-fjall Hokkaido. Yotei er 1898 metra hátt og gangan hefst í rúmum 300 metrum. Fjallið gaus seinast fyrir um 3000 árum en gígurinn er um 250m djúpur og hefur átt til að bjóða upp á púðurskíðun niður í botn áður en skíðað er niður 1500m púðurveislu til baka í bíl. 

DAY 4

Tími til kominn að færa sig um set. Stefnan er tekinn inn í land og upp í fjöll. Í einu hæsta Ryokan hóteli á Hokkaido eyju nærri bænum Furano er enginn skortur af fjallaskíðamöguleikum. Ferðatíminn er mjög breytilegur eftir veðri og aðstæðum en tekur venjulega bróðurpartinn af deginum en ef færðin leyfir og ferðin gefst vel nýtum við möguleikann og heimsækjum eitt af fjölmörgum skíðasvæðum eyjunnar á leiðinni. 

DAY 5

Matseðill dagsins er hæsta fjall Hokkaido, Asahidake 2290 metrar. Forrétturinn er ferð með gondóla sem færir okkur undir toppinn, aðalréttur púðurskíðun í trjánnum og eftirréttur ef aðstæður leyfa er toppurinn. 

DAY 6

Furano-dake er fjalllendi dagsins, þekkt fyrir brattari brekkur, frábæra trjáskíðun, bratta hryggi og  tilkomumikla tinda ásamt jarðhita og minnir óneytanlega á íslenskt landslag þegar upp er komið ofan trjálínu. 

DAY 7

Seinasti skíðadagurinn er tekinn snemma, sett í töskur og skíðað í nágrenni við hótelið. Að skíðun lokinni skellum við okkur í onsen í seinasta skipti í þessari ferð áður en við pökkum töskum í bíl og höldum til Sapporo.  Í Sapporo bíður okkar matveisla, það er komið að seinustu kvöldmáltíðinni og vinur okkar hann Hiro leiðir okkur á uppáhalds stað heimamannsins. Ef næsta ferð er ekki þegar skipulögð í smáatriðum þá gerist það óhjákvæmilega hér. 

DAY 8

Ferðalagið frá hótelinu út á flugvöll er súrsætt í morgunsárið en öll ævintýri verða víst að enda en bara svo næsta geti byrjað. 

 

 

Hafa Samband

ÚTBÚNAÐARLISTI

FATNAÐUR

  • Vind og vatnsheldur jakki með öndun (Gore Tex eða sambærilegt)
  • Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex eða sambærilegt)
  • Soft Shell eða flís jakki (Valkvætt)
  • Soft Shell buxur (Valkvætt)
  • Nærföt síðar/langerma (ull eða gerfiefni)
  • Léttur dún eða fíber jakki
  • Þykkari dúnúlpa eða fiber jakki fyrir skíðalyfturnar og matarstopp á fjöllum. 
  • Flís- eða ullarpeysa
  • Hanskar (2 pör, þykkir, þunnir)
  • Skíðasokkar (ull eða gerviefni)
  • Húfa
  • Buff eða lambúshetta fyrir köldu dagana og púðrið.
  • Sundföt (Flest öll onsen eru með aðskilin karla og kvennaböð og heimamenn baða sig án sundfata en það er gott að hafa þau með ef við skildum enda í sameiginlegu baði)
  • Almennur fatnaður, bæjarferð, kvöldmatur.
  • Gönguskór/vetrarstígvéL..
  • Inniskór (Öll Ryokan bjóða upp á inniskó til afnota en upp að stærð 42)

SMÁHLUTIR

  • Sólaráburður á andlit og varir
  • Sólgeraugu
  • Lítil sjúkrataska (hælsærisplástrar og annað persónulegt sjúkradót)
  • Varahlutir og viðgerðir - Gott er að eiga og koma með varahluti í ykkar bindingar og skó. Leiðsögumaður ber almennan viðgerðabúnað.
  • Vatnsflaska og/eða hitabrúsi, 1-2 lítrar
  • Myndavél
  • Höfuðljós og auka batterí
  • Tannbursti og nauðsynlegt snyrtidót
  • Vegabréf og pening JPY (Flestir staðir taka við kortum en ekki allir)
  • Hleðslutæki og snúrur
  • Breytistykki fyrir innstungur (A og B týpa)

SKÍÐA- OG BRETTABÚNAÐUR

  • Fjallaskíðaskór / Snjóbrettaskór
  • Skíði (Fjallaskíði, Telemark eða split board) Mælum með 95-120mm miðjumáli
  • Skinn
  • Skíðabroddar (Nauðsynlegt!!)
  • Skíðastafir (Helst stillanlegir, snjóbrettafólk ætti að bera þrískipta stafi)
  • Skíðastrappar – Notaðir til að festa skíði þegar borið er á bakinu
  • Snjóflóðaýlir
  • Snjóflóðastöng (280cm eða stærri)
  • Skófla
  • Bakpoki 30-40 lítra með skíðafestingum
  • Skíðagleraugu
  • Hjálmur (Valkvætt)

 

 

Við mælum með að hafa skíðaskó í handfarangri alla leið frá upphafsstað. Það er mögulegt að leigja skíðabúnað í Sapporo og Niseko ef töskur tapast á leiðinni en skíðaskórnir eru ómissandi. 

Sækja búnaðarlista