Fara í efni

Fyrsta flokks aðstaða í hjarta Tröllaskagans

Bergmenn bjóða upp á fyrsta flokks aðstöðu á besta stað á Tröllaskaganum. Bæði Klængshóll og Karlsá bjóða upp á að skella skíðunum á við útidyrnar og halda af stað á fjölmarga og þar á meðal þekktustu tinda svæðisins.

    Karlsá

    Staðsetningin og aðstaðan á Karlsá er sniðin að þörfum fjallaskíðafólks. Héðan er haldið beint á fjöll frá bæjardyrunum og þegar heim er komið er fátt betra en að njóta útsýnisins yfir Eyjafjörðinn og Látraströndina úr heita pottinum eða skella sér í gufu fyrir kvöldmat.

    Lesa meira

    Klænghshóll

    Klængshóll í Skíðadal er miðstöð Bergmanna og hér er hjarta Tröllaskagans. Staðsetningin og aðstaðan er draumur skíðamannsins og héðan er skíðað beint frá útidyrahurðinni á fjölmarga og þekktustu tinda svæðisins. Þeir sem hingað koma vilja sjaldnast fara. Aðstaðan hefur upp á að bjóða gufubað, heitan pott, nuddaðstaðu, yoga- og leikjasal og bar ásamt búnaðar- og þurrkaðstöðu.

    Lesa meira