Fara í efni

Hvað gæti verið meira spennandi en að skella sér í þyrluskíðun á Tröllaskaga núna í vetur. Frá og með 1. Mars mun Bergmenn/Arctic Heli Skiing bjóða upp á dagsferðir og tveggja daga pakka í þyrluskíðun. Flogið er á og skíðað niður helstu toppa Tröllaskagans frá bækistöðvum okkar á Klængshóli í Skíðadal og Karlsá á Upsaströnd. Hér eru einhverjar lengstu skíðabrekkur landsins eða allt að 1.300 metra fallhæð og engin ástæða til að leita langt yfir skammt til að upplifa draumadaginn á fjöllum. 

Verð

Eins dags þyrluskíða ævintýri á Tröllaskaga kostar 1320 EUR. á mann miðað við 4 saman.

Tveggja daga þyrluskíðun á Tröllaskaga kostar 4235 EUR á mann miðað við 4 saman. 

Vinsamlega athugið að ekki er alltaf mögulegt að bóka eins og tveggja daga ferðir með löngum fyrirvara en endilega hafið samband við okkur og við reynum að verða við óskum eftir bestu getu. 

Hafa samband

Innifalið í eins dags þyrluskíðun

 • Lágmark 5 ferðir (Hver ferð að auki kostar 170EUR á mann)
 • Öryggisfræðsla (Snjóflóða og þyrluþjálfun)
 • Hádegisverður á fjalli
 • Snarl í lok dags
 • Leiðsögn fagmanna
 • Snjóflóða útbúnaður, loftpoki, ýlir, skófla og stöng
 • Afnot af Völkl skíðum yfir daginn

Vinsamlega athugið að dagsskíðun innifelur ekki akstur til og frá Klængshóli eða Karlsá. Við mælum með að gestir gisti í nágrenni Dalvíkur eða á Akureyri kvöldið fyrir stóra daginn.  Slysa- og forfallatryggingar eru ekki innifaldar í verði. 

Innifalið í 2 daga þyrluskíðapakka

 • 2 klst af flugtíma (meðaltals flugtími á dag er 1 klst)
 • 2 skíðadagar
 • Tvær nætur á Klængshóli (verð miðast við tvo í herbergi)
 • Morgun teygjur eða yoga
 • Afnot af heitum potti og gufubaði
 • Allar máltíðir, byrjar með móttökukvöldverð á komudegi og endar á snarli í lok seinni skíðadags fyrir brottför.
 • Óáfengir drykkir, annarskonar drykkir í boði af barnum gegn gjaldi.
 • Þjónusta faglærðra leiðsögumanna 
 • Þyrlur og flugmenn á vegum Heli Austria, eitt af stærstu og færustu fyrirtækjunum í bransanum. 
 • Þjálfun á viðbragð við snjóflóðum og þyrluöryggi
 • Afþreying utan skíðunar vegna veðurs, t.d fjallaskíðun, sjóstöng, hvalaskoðun 
 • Allur akstur á meðan á ferð stendur
 • Afnot af skíðabúnaði frá Völkl á meðan á ferð stendur.

* Allur viðbættur flugtími yfir innifaldar 2 klst er innheimtur fyrir hverja mínútu og miðast við 3300 EUR/klst og deilist á hópinn. 

Ferðaáætlun

Gestir mæta á Klængshól í Skíðadal eða Karlsá eftir ákveðinni tímasetningu með skrifstofu þar sem leiðsögumaður tekur á móti hópnum og fer í gegnum alla öryggisþætti ásamt því að fólk er græjað upp fyrir daginn. Flug og skíðun hefst þegar búið er að fara yfir snjóflóðaþjálfun og þyrluöryggiskennslu. Allir helstu tindar Skíðadals eða Upsatsrandar svo sem Hesturinn, Syðri Hnjúkur og Snækollur eru á matseðlinum. Um miðjan dag er gerð góð pása til að næra sig á fallegum stað í fjöllunum og svo skíðað fram á seinnipartinn. Ef hópurinn er til í meira rennsli, þá er í boði að kaupa auka ferðir á 170 EUR per ferð.