Fara í efni

Bættu í reynslubankann undir handleiðslu fagmanna

Námskeiðin okkar eru öll sniðin að minni hópum hvort sem um ræðir fjallaskíðun, fjallabjörgun, fjallamennsku eða annari þjálfun.  Takmark okkar er ávalt að miðla úr áratuga reynslu okkar, þeirri tækni og þeim tólum sem reynst hefur okkur best í starfi sem fagmenntaðir fjallaleiðsögumenn. Með vel skipulagðri kennslu fyrir minni hópa tryggjum við að hver og einn fái þá athygli og leiðsögn sem þörf er á.   

Námskeið

Við bjóðum upp á námskeið sem henta öllum reynslustigum hvað varðar fjallamennsku og skíðun. Fyrir neðan eru helstu námskeið sem í boði eru en við bjóðum einnig upp á einkanámskeið þar sem við getum sniðið námsskránna að þörfum og reynslu hvers einstaklings eða hóps. Frekari upplýsingar um einkanámskeið og/eða einkaleiðsögn eru að finna neðar á síðunni. 

FJALLASKÍÐA- NÁMSKEIÐ

Námskeiðið er hugsað fyrir fólk með þegar nokkuð góð eða mjög góð tök á innanbrautarskíðun. Ef þig ert að hugsa um að opna sjóndeildarhringinn og færa þig frá skíðasvæðunum og dreymir um að renna þér á ótroðnum og ósnertum brekkum þá byrjar sú ferð hér.
Lesa meira

FAGNÁMSKEIÐ & STARFSMANNAÞJÁLFUN

Bergmenn bjóða uppá fagnámskeið, kennslu og ráðgjöf á sviði fjallaleiðsagnar, björgunar, fjallamennsku ásamt annari þjálfun fyrir fyrirtæki. Það eru ótal hliðar áhættustjórnunar og ákvörðunartöku sem heimfærast af fjöllum í almennan fyrirtækjarekstur.
Upplysingar

SNJÓFLÓÐANÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR

Markmið námskeiðsins er að efla vitund og þekkingu þátttakenda til að ferðast af auknu öryggi um fjalllendi að vetrarlagi. Meðal annars er farið yfir skipulagningu og framkvæmd fjallaskíðaferða með áherslu á leiðarval, áhættumat, ákvörðunartöku og félagabjörgun.
Upplysingar

Einkaleiðsögn og námskeið

Sumum hentar betur að læra einn á einn, vilja heldur njóta fjallanna í litlum hópi vina og þá eru einkanámskeið eða einkaleiðsögn mögulega góður kostur. 

    Einkaleiðsögn

    Einkaleiðsögn eða námskeið eru góður kostur fyrir einstaklinga eða vinahópa

    Lesa meira