Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja kynna sér og
prófa ísklifur í fyrsta sinn eða þeim sem vilja rifja upp gamla takta undir handleiðslu atvinnumanna. Farið er yfir öll grunnatriði ísklifurs
svo sem öryggismál, hreyfi tækni, útbúnað og aðferðir. Megin áherslan er lögð á hreyfingar í ísklifri og uppsetningu
megintrygginga með ískrúfum. Í lok þessa námskeiðs eiga þátttakendur að vera færir um að setja upp akkeri í ís og
klifra í ofanvað.
Lengd ferðar: 1 kvöld og einn dagur
Dagsetningar: Allt árið um kring eftir pöntun
Verð: 30.000.- ISK (Lágmarksfjöldi 2)
Námskeiðið er eitt kvöld og einn dagur. Um kvöldið er farið yfir útbúnað, hvaða útbúnaður hentar best og hver er munurinn
á öllum þeim tólum og tækjum sem fylgja ísklifri. Farið er yfir öll þau fjölmörgu öryggisatriði sem skipta máli svo sem
snjóflóðafræði, veðurfar og almennar öryggisreglur í ísklifri ásamt því sem tilhögun verklega dagsins er kynnt fyrir
þátttakendum. Verklegi dagurinn fer fram í ísfossum eða skriðjökulstungu, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Megináhersla er lögð
á að þjálfa þátttakendur í klifurtækni og hreyfigetu ásamt því sem þeir fá góða þjálfun
í ísetningu ísskrúfa, akkerisbyggingu og ferli klifurs. Einnig er mikið lagt uppúr því að þjálfa öryggismeðvitund
þátttakenda þannig að þeir geti í lok námskeiðsins gert sér grein fyrir þeim hættum sem tengjast ísklifri og
vetrarferðamennsku.
Innifalið í verði:
- Leiðsögn og kennsla faglærðs fjallaleiðsögumanns
- Neyðarskýli, skyndihjálparúbúnaður, fjarskiptatæki
Ekki innifalið í verði:
- Leiga á útbúnaði
- Akstur
- Matur
- Persónuleg slysatrygging
Útbúnaðarlisti fyrir grunnnámskeið í ísklifri
- Vind og vatnsheldur jakki með öndun (Gore Tex eða sambærilegt)
- Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex eða sambærilegt)
- Nærföt (ull eða gerfiefni)
- Buxur (Soft shell, flís)
- Flís eða ullar peysa
- Dún eða fiber úlpa
- Húfa - lambhúshetta
- Hanskar (2 pör, þykkir þunnir)
- Gönguskór (Stífir gönguskór henta betur)
- Bakpoki 25-35 lítra
- Hitabrúsi
- Nesti fyrir daginn
- Lítil sjúkrataska (Hælsæris plástrar og annað persónulegt sjúkradót)
- Myndavél
- Höfuðljós
- Klifuraxir (1 par fyrir hverja tvo þátttakendur)
- Mannbroddar (Stífir smellubroddar henta betur)
- Hjálmur
- Klifurbelti
- 2 læstar karabínur
- Prusik band 1.5m 5-6mm
- Tryggingatól (Plata,túba,Reverso)
Sumt af þessum búnaði er hægt að fá leigt hjá Bergmönnum eða hjá Fjallakofanum í Hafnarfirði 5109505. Ef þú hefur
einhverjar spurningar varðandi búnaðarval þá ekki hika við að hafa samband.