Bergmenn, fagmenn í fjallaleiðsögn

Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email

Fagmennska

Fagmennska er kjörorð Bergmanna og ekki að undra þar sem að Bergmenn eru eina fyrirtækið í fjallaleiðsögn á Íslandi sem bíður uppá þjónustu faglærðra fjallaleiðsögumanna. Mikilvægi þess að geta gengið að því vísu að þinn leiðsögumaður hafi gengið í gegnum strangt þjálfunar og prófaferli og sé sérhæfður í sínu starfi er gríðarlegt í ljósi þess að þú þarft að treysta honum fyrir lífi þínu í erfiðum fjallaferðum. Allir okkar fjallaleiðsögumenn eru faglærðir og hafa gengið í gegnum gríðarlega strangt þjálfunarferli og eru sérfræðingar í t.d snjóflóðafræðum, fyrstu hjálp og öryggismálum. Hér fyrir neðan er að finna nánari útskýringar á þeim fagréttindum sem leiðsögumenn okkar bera og í yfirliti um okkar starfsfólk má finna upplýsingar um hvaða réttindi og reynslu hver leiðsögumaður hefur. 

Er þinn fjallaleiðsögumaður faglærður ?? 

 
 

UIAGM-IFMGA-IVBV 
Alþjóðasamtök fjallaleiðsögumanna UIAGM-IFMGA-IVBV eru samtök yfir 20 landa víðsvegar um heiminn sem setja reglur og viðmið um þjálfun og reynslu fjallaleiðsögumanna. Þjálfunar og prófaferlið er gríðarlega strangt og það erfiðasta og jafnframt virtasta í heiminum. Krafist er sérhæfingar á fjórum sviðum fjallamennsku. Í klettaklifri, ísklifri, fjallamennsku og fjallaskíðun. Reikna má með, að frá því að einstaklingur hefur þjálfun og þar til hann hefur lokið síðasta prófi líði um 10 ár. Ísland er ekki meðlimur í þessum samtökum og Jökull Bergmann jafnframt eini íslendingurinn sem lokið hefur UIAGM prófi.
 
ACMG-Association of Canadian Mountain Guides
Samtök Kanadískra fjallaleiðsögumanna eru meðlimur í UIAGM og jafnframt fyrstu samtök sinnar tegundar utan Alpalandanna sem hlutu aðild að alþjóðasamtökunum.
Auk þess að útskrifa UIAGM fjallaleiðsögumenn hefur ACMG sérhæft sig á ákveðnum sviðum fjallaleiðsagnar t.d með því að útskrifa sérhæfða þyrlu og fjallaskíða leiðsögumenn þar sem að sú grein fjallaleiðsagnar er hvað mikilvægust í Kanada. ACMG leiðsögumenn starfa um víða veröld og hafa margir leiðsögumenn Bergmanna hlotið sína þjálfun þar og eru meðlimir í samtökunum.

 
WMA-Wilderness Medical Associates
Miklar öryggis kröfur eru gerðar til þeirra sem starfa sem faglærðir fjallaleiðsögumenn m.a á sviði fyrstu hjálpar. Til þess að halda gildum starfsréttindum er gerð krafa um lágmark 90 klst nám í fyrstu hjálp í óbyggðum og að upprifjun fari fram þriðja hvert ár. Þessar kröfur eru nauðsynlegar sökum þeirrar áhættu sem fylgir starfi fjallaleiðsögumanna sem oftast eru víðsfjarri sjúkrahúsum og læknisaðstoð þegar eitthvað bjátar á. 
 
 
CAA-Canadian Avalanche Association
CAA eru ein virtustu samtök í heiminum í rannsóknum og kennslu í snjóflóðafræðum. Snjóflóð eru án nokkurs vafa ein stærsta hættan sem við þurfum að eiga við í ferðalögum í fjalllendi og því skilyrðislaus krafa að fjallaleiðsögumenn séu sérfræðingar í mati á snjóflóðahættu og leit í snjóflóðum. UIAGM fjallaleiðsögumenn ganga í gegnum stíft þjálfunar ferli í lágmark einn mánuð á skólabekk ásamt fleiri hundruð klukkustundum af verklegum æfingum og þjálfun áður en þeir útskrifast. Að auki þurfa allir faglærðir fjallaleiðsögumenn að taka þátt í endurmenntun á hverju ári sem gjarnan fellst í 3-6 daga æfingum í snjóflóðafræðum og öryggismálum. Frekari upplýsingar og mikinn fróðleik um allt sem tengist snjóflóðum er að finna á heimasíðu CAA. 
 

Bergmenn Mountain Guides

Box 88 - 620 Dalvík
ICELAND
Sími 858 3000
info@bergmenn.com 

Subscribe to our newsletter

Don't miss out on a great deal, subscribe to our newsletter and get news and offers to your email

Follow us on ...