Fara í efni

Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður er stofnandi og eigandi Bergmanna. Jökull var fyrstur íslendinga til að sækja sér og ljúka alþjóðlega viðurkenndri menntun til fjallaleiðsagnar IFMGA/UIAGM og hefur síðan hvatt og aðstoðað fjölmarga Íslenska kandidata í að sækja sér þjálfun, menntun og réttindi á sömu braut.  Draumurinn um Bergmenn var hugarfóstur Jökuls snemma á lífsleiðinni á uppeldisárum hans á Klængshóli í Skíðadal og hefur síðan frá stofnun einbeitt sér að vera lyftistöng hvað varðar fagmennsku við fjallaleiðsögn á Íslandi, grunngildi sem einkennir starfsemina enn í dag . Fyrirtækið vex og dafnar vel í faðmi Tröllaskagans og með dyggri aðstoð og kröftum fjölskyldu, vina og faglærðra fjallaleiðsögumanna víðsvegar að úr heiminum hefur orðspor Bergmanna og Tröllaskagans sem áfangastaðar sömuleiðis laðað að gesti allsstaðar af. Bergmenn bjóða einnig uppá fjölbeyttar fjallaferðir víðsvegar á Íslandi, Grænlandi og Ölpunum ásamt því að starfa sem leiðsögumenn um allan heim. Á Íslandi sérhæfa Bergmenn sig í fjallaskíðaferðum, þyrlu skíðun, fjallgöngum og klifri hverskonar. Það sem skilur Bergmenn helst að frá öðrum er sú sérstaða að vera eingöngu með faglærða skíða og fjallaleiðsögumenn í öllum ferðum ásamt því að sinna eingöngu smærri hópum í sérsniðnum ferðum sem henta þörfum hvers viðskiptavinar. Okkur hlakkar til að heyra frá þér og láta draumaferðina þína verða að veruleika.