Það er oft sagt að fyrirtæki séu lítið meira en starfsfólkið sem
þar vinnur, og þetta á hvergi betur við en í fjallaleiðsögn. Okkar leiðsögumenn koma víða að úr heiminum en eiga það
allir sameiginlegt að vera persónulegir vinir Jökuls Bergmanns stofnanda Bergmanna. Vinir sem hafa átt margan góðan daginn saman á fjöllum en einnig
komist í hann krappann við erfiðustu aðstæður. Það er þess vegna sem við vitum að þeir eru á meðal þeirra færustu
í heiminum í sínu fagi.
![]() ![]() Jökull er án nokkurs efa þekktasti fjallaleiðsögumaður landsins og jafnframt fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur hlotið alþjóðlega gráðu í sínu fagi. Þessum merka áfanga náði hann vorið 2008 þegar hann lauk UIAGM prófi í Kanada eftir 10 ára þjálfunar og prófa ferli. Jökull hefur um árabil verið meðal fremstu klifrara og fjallamanna þjóðarinnar og hefur unnið mörg afrek á því sviði víðsvegar um heiminn. Jökull er stofnandi og aðal eigandi Bergmanna og hefur á undanförnum árum einbeitt sér að uppbyggingu á sviði fjallaleiðsagnar á Íslandi með sérstaka áherslu á að kynna fyrir Íslendingum fjallaskíða iðkun, ís og kletta klifur. Jökull sem ber svo sannarlega nafn með rentu á rætur sínar að rekja til bæjarins Klængshóls í Skíðadal á Tröllaskaga, þar sem að hann í dag gerir út fjalla og þyrluskíðaferðir á vorin. Þegar Jökull er ekki hátt uppá Íslenskum tindum er hann oftast að finna í Kanada yfir dimmustu vetrarmánuðina við þyrluskíða og ísklifur leiðsögn eða þá í Evrópsku Ölpunum í tindaklifri og fjallaskíðun, en hann er eini Íslenski fjallaleiðsögumaðurinn sem hefur réttindi til að starfa á þessum svæðum |
![]() ![]() Gregory er mörgum vel kunnur á Íslandi enda hefur hann tekið algjöru ástfóstri við land og þjóð. Í upphafi kom hann til Íslands sem skiptinemi en hin síðari ár hefur hann starfað sem fjallaleiðsögumaður hér heima sem og í Frönsku Ölpunum þar sem að hann er búsettur. Leiðir hans og Jökuls Bergmanns lágu snemma saman og var það sameiginlegur draumur þeirra beggja á unglingsárum að verða fjallaleiðsögumenn. Gregory er fulllærður UIAGM fjallaleiðsögumaður og meðlimur í hinum gríðarlega virtu frönsku fjallaleiðsögumanna samtökum SNMG. Að auki má nefna að Gregory er með tvær háskólagráður í líffræði og talar reiprennandi Íslensku. Gregory hefur yfirumsjón með ferðum Bergmanna í Alpana og allar líkur á að hann verði með þér í för sama hvort þú hyggst klífa Matterhorn eða skíða af tindi Mt Blanc. |
![]() ![]() |
![]() ![]() Kirk er að mörgum góðu kunnur, því hann hefur um árabil heimsótt Tröllaskagann og leiðsagt gestum Bergmanna. En Kirk er fjölhæfur ungur maður, því á milli þess sem hann skíðar og klifrar um allan heim, starfar hann sem fyrirsæta og plötusnúður í Whistler í Bresku Kólombíu, Kanada. Þegar Kirk er ekki að þeyta skífum starfar hann sem þyrlu og fjallaskíða leiðsögumaður víðsvegar um heim. |
![]() ![]() Eins og nafnið gefur til kynna að þá er Jim Gudjonson af Íslenskum ættum og ætti í raun að vera Baldursson samkvæmt Íslenskum venjum. Hann á ættir sínar að rekja í Skagafjörðinn og er af annarri kynslóð vestur Íslendinga. Þegar Jim er ekki á fjallaskíðum á Íslandi eru allar líkur á að hann sé að finna í mittisdjúpri lausamjöll í nágrenni Golden í Bresku Kólombíu þar sem hann á heima, eða hangandi á annari hendi í einhverjum ógurlegum ísfossi. Jim er einn reynslumesti UIAGM fjallaleiðsögumaður Kanada og starfar m.a sem prófdómari ACMG á fjallaleiðsögumanna prófum þar í landi. |
![]() ![]() Norm er Kanadískur UIAGM fjallaleiðsögumaður og meðlimur í ACMG samtökum Kanadískra fjallaleiðsögumanna. Norm er vel kunnur þeim sem komið hafa á Tröllaskagann í annað hvort þyrlu eða fjallaskíðaferðir. Norm er sérfræðingur í þeim geira fjallaleiðsagnar og er sérlegur ráðgjafi Bergmanna í öllu sem viðkemur þyrluskíðun enda hefur hann staðið að uppbyggingu og ráðgjöf í þeim geira um víða veröld. |
![]() ![]() Jia eða Jæ eins og það væri borið fram á Íslensku kallar sjálfan sig atvinnumann í því að njóta lífsins og leggja stund á fjallamennsku hvers konar. Jia er UIAGM fjallaleiðsögumaður en hefur einbeitt sér að því undanfarin ár að klífa nýjar leiðir á fjöllum um víða veröld og er löngu orðin þekktur fyrir einstaka þrautseigju og þor þegar það kemur að erfiðum leiðum sama hvort það er í ís eða klettum. Myndavélin er alltaf við hendina og er Jia vel þekktur ljósmyndari á alþjóða vettvangi. |
![]() ![]() Paul er þrautreyndur meðlimur Svissnesku fjallaleiðsögumanna samtakanna SBV og UIAGM fjallaleiðsögumaður. Heimasvæði Pauls er í þýskumælandi hluta Sviss og þar starfar hann yfir sumarmánuðina en á veturna vinnur hann m.a í Kanada sem þyrluskíða leiðsögumaður. Ef þig dreymir um að sigra tind Matterhorn eða Eiger að þá er Paul maðurinn til að láta þá drauma rætast enda þessi fjöll svo til í garðinum hjá honum og þarna þekkir hann hvern hrygg og hverja sprungu |