Árið 2021 verður fjórtánda árið í röð sem boðið verður uppá reglulegar þyrluskíðaferðir á Tröllaskaganum og Íslandi yfir höfuð, eftir að mjög árangursrík forkönnun á möguleikum til þyrluskíða iðkunnar átti sér stað vorið 2008. Jökull Bergmann ásamt alþjóðlegum sérfræðingum í þyrluskíðun hefur útbúið tveggja til sex daga þyrluskíðaferðir sem farnar verða á tímabilinu febrúar til júní. Að auki munum við bjóða uppá dagsferðir með það að markmiði að gefa fleirum kost á að prófa þetta ótrúlega skemmtilega sport.
Við skíðum frá Klængshóli í Skíðadal og Karlsá á Upsaströnd þar sem að allar ferðir byrja og enda og skíðasvæði okkar nær um allan Tröllaskagann sem og Hulduland sem er skaginn austan Eyjafjarðar. Frá Klængshóli er aðeins örstutt flug á næstu tinda, t.d Hestinn sem gefur okkur 1200 skíðaða fallmetra beint heim á hlað á Kængshóli. Hvort sem um 6 daga ferð eða dagsferð er að ræða skíðum við í einum til þremur 4 manna hópum þar sem hver hópur hefur sinn faglærða fjallaleiðsögumann sér til fulltingis.
Dagsferðir 2021
Mæting á Klængshóli í Skíðadal kl 09:00 að morgni dags. Í byrjun dags er farið yfir alla helstu öryggis þætti þyrluskíðamennsku, flugmaðurinn kynnir fyrir okkur farskjótann og útskýrir vel þá fjölmörgu öryggisþætti sem fólk þarf að vera meðvitað um í umgengni við þyrlur. Þá tekur leiðsögumaðurinn við og fer yfir það hvernig þetta fer nú allt saman fram ásamt því sem við tökum æfingu á leit í snjóflóðum, lærum á snjóflóðaýlana og þau öryggistæki sem með eru í för. Við skíðum í fjöllunum í Skíðadal og á innanverðum Tröllaskaganum og snæðum hádegisverð á fjalli. Eftir 3-4 bunur niður nokkrar af bestu skíðabrekkum landsins höldum við alsæl heim á leið. Fyrir þá sem ekki hafa fengið nóg eftir 4 ferðir er möguleiki á að kaupa aukaferðir.
Innifalið í verði, 135,000 ISK
|
|
Ekki innifalið í verði: Ferðir, þátttakendur mæta á eigin bílum og nota - Slysatryggingar - Auka skíðaferðir, en ferðin kostar 17.000.- á mann- Skíða útbúnaður |
4 og 6 daga ferðir 2021
Classic 1-12 skíðamenn €7,400 | €10,990
|
Premium 8 skíðamenn €9,600 | €13,200
|
Private 4 skíðamenn €11,200 | €15,900
|
Ekki innifalið í verði: - Slysatryggingar - Áfengir drykkir - Auka flugtími - Skíða útbúnaður |
Ferðaáætlun dag frá degi
Dagur 1
Koma á Kængshól seinni part dags um kl 1800 sem við hittum leiðsögumennina og kynnum okkur fyrirkomulag ferðarinnar. Eftir ljúfengan kvöldverð gefst kostur á að slaka á og undirbúa sig fyrir fyrsta skíðadaginn eða skreppa í rólegan göngutúr í stórkostlegri náttúru Skíðadalsins. Fyrir þá sem eru í tímaþröng er einnig hægt að mæta að morgni dags 2 með t.d flugi frá Reykjavík.
Dagur 2-4 eða 2-6
Í byrjun fyrsta dags er farið yfir alla helstu öryggis þætti þyrluskíðamennsku, flugmaðurinn kynnir fyrir okkur farskjótann og útskýrir vel þá fjölmörgu öryggisþætti sem fólk þarf að vera meðvitað um í umgengni við þyrlur. Þá tekur leiðsögumaðurinn við og fer yfir það hvernig þetta fer nú allt saman fram ásamt því sem við tökum æfingu á leit í snjóflóðum, lærum á snjóflóðaýlana og þau öryggistæki sem með eru í för. Þegar þessu er lokið tekur við leit okkar að óskíðuðum brekkum, fyrstu niðurferðum, landkönnun og við tökum þátt í að skrifa nýjan kafla í sögu skíðamennsku á Íslandi. Í lok dags skellum við okkur í pottana á Dalvík og gæðum okkur á ljúfengum kræsingum hjá húsfreyjunni á Klængshóli. Á venjulegum degi snæðum við morgunmat um kl 0800 og erum komin á skíðin uppúr kl 1000 og skíðum fram á seinnipart dags.
Dagur 5 eða 7
Við byrjum á að pakka saman farangrinum okkar áður en haldið er af stað. Þennan síðasta skíðadag rennum við okkur fram að hádegi, snæðum kjarngóðan hádegisverð á fjalli og fljúgum svo heim á leið. Við kveðjum nýja vini í Skíðadalnum og þökkum fyrir ævintýralega upplifun.