
Þyrluskíðun á rætur sínar að rekja til Kanada þar sem fyrstu fyrirtækin á þessu sviði tóku til starfa á sjötta áratugnum. Þyrluskíðun í Kanada snýst fyrst og fremst um ofgnótt lausamjallar, oft svo djúpri og mjúkri að manni líður eins og maður sé hreinlega að skíða í hvítu skýi. Jökull Bergmann starfar sem leiðsögumaður hjá einu virtasta fyrirtæki á þessu sviði Selkirk Tangiers Heli Skiing og bíður þér að kíkja í heimsókn til Revelstoke BC og upplifa ógleymanlegt ævintýri.
STHS er staðsett í vinalegasta fjallþorpi Kanada, Revelstoke BC. Þar er nú í byggingu eitt umfangsmesta skíðasvæði Norður Ameríku og nú þegar er þar í boði lengsta skíðabrekka heimsálfunnar í fallmetrum talið. Nánari upplýsingar um þetta frábæra svæði er að finna á heimasíðu Revelstoke Mountain Resort.