Fara í efni

Leitin að draumaferðinni endar líklega hér...

Við hjá Bergmönnum bjóðum upp á skipulagðar ferðir ásamt sérferðum sniðnum að þínum þörfum á Íslandi sem og um allan heim. Bergmenn hafa farið um víðan völl og skipulagt og leiðsagt ferðir í vel á annan tug landa um ótal fjalllendi og tinda. Hvort sem um ræðir fjallgöngur, fjalla-, þyrluskíðaferðir, siglingar, klifur eða sambland af öllu þá erum við til í slaginn og sífellt í leit að næsta ævintýri. Einnig tökum við að okkur kennslu í öllum greinum fjallamennsku og björgun ásamt ráðgjöf fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. 

Fjallaskíðaferðir

Fjallaskíðaferðir eru á nokkurs vafa sérgrein Bergmanna sem hafa rutt brautina hvað varðar skipulagðar ferðir til fjallaskíðunar. Íslenskir fjallaskíðarar voru fámennur hópur sérvitringa hér áður en í dag er þetta ört vaxandi afþreying og hér á landi eru aðstæður til fjallaskíðamensku á heimsmælikvarða.
Lesa meira

Námskeið

Jökull Bergmann var fyrstur Íslendinga til að sækja sér og ljúka menntun í alþjóðlegri fjallaleiðsögn IFMGA. Þessi menntun og réttindi eru í boði í aðildalöndum sem telja nú um 25 lönd sem öll stuðla að því að kenna og viðhalda hæstu stöðlum í iðnaðnum. Öll okkar námskeið byggja á þessum grunni.
Lesa meira

KLIFUR

Ísland hefur lengi átt og tekið á móti fremstu ísklifrurum heims enda umrætt fyrir fjölda og gæði fossa. Umfram ísinn höfum við einnig fjöldan allan af bæði kletta og alpaklifurleiðum sem vert er að skoða. Þekktustu leiðirnar eru án efa Hraundranginn og Kerlingareldurinn en það er af nógu öðru að taka um allt land.
Lesa meira

EINKALEIÐSÖGN

Sumum hentar betur að læra einn á einn, vilja heldur njóta fjallanna í fámennum hópi eða ferðast um með góðum vinum þá eru einkanámskeið eða einkaleiðsögn mögulega góður kostur.
Lesa meira

ÞYRLUSKÍÐAFERÐIR

Bergmenn eru brautryðjendur hvað þyrluskíðun varðar á Íslandi. Undir nafni Arctic Heli Skiing bjóða Bergmenn upp á allt frá einu hoppi í byrjun dags til 4 og 6 daga þyrluskíðapakka á Tröllaskaganum.
Lesa meira